Kórónaði frábæran hring með því að fara holu í höggi Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. nóvember 2020 14:22 Caroline Hedwall er með forystu á Omega Dubai Moonlight Classic mótinu. getty/Francois Nel Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag. Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Sænski kylfingurinn Caroline Hedwall gleymir eflaust fyrsta hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins í golfi ekki í bráð. Hún fór nefnilega holu í höggi á 17. braut á fyrsta keppnisdegi mótsins í gær. Tilþrifin má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Fór holu í höggi í B Hedwall lék fyrsta hringinn á sjö höggum undir pari og er með tveggja högga forystu á Lauru Fuenfstueck frá Þýskalandi og Celine Boutier frá Frakklandi. Hedwall hóf leik á 6. braut og fékk par á fyrstu átta holunum sem hún lék. Hún fékk svo fugl á 16. braut áður en hún fór holu í höggi á þeirri sautjándu. Á síðustu sex brautunum fékk Hedwall svo fjóra fugla. Omega Dubai Moonlight Classic mótið er hluti af Evrópumótaröðinni og hefur verið haldið síðan 2006. Verðlaunaféð á mótinu nemur samtals 285 þúsund Bandaríkjadölum, þar af fær sigurvegarinn 37,5 þúsund Bandaríkjadali í sinn hlut. Nuria Iturrioz frá Spáni vann mótið í fyrra. Hún er í 5. sæti eftir fyrsta hringinn á mótinu í ár á þremur höggum undir pari. Hedwall vann síðast mót á Evrópumótaröðinni 2018 þegar hún hrósaði sigri á Lacoste Ladies Open de France. Hún hefur alls unnið sex mót á Evrópumótaröðinni á ferlinum. Bein útsending frá öðrum hring Omega Dubai Moonlight Classic mótsins hefst á Stöð 2 Golf klukkan 15:00 í dag.
Golf Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira