Einhugur norrænu ríkjanna um að efla Norræna þróunarsjóðinn Heimsljós 5. nóvember 2020 14:13 NDF Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að endurfjármagna Norræna þróunarsjóðinn (NDF) um 350 milljónir evra, um 60 milljarða íslenskra króna, í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagsbreytingum í þróunarríkjum. Hlutur Íslands í þessari endurfjármögnun nemur um 870 milljónum króna á tíu ára tímabili. „Okkur hefur gengið vel að virkja íslenska sérþekkingu á sviði jarðhita í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir eins og Norræna þróunarsjóðinn og það felast mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf í því að styrkja sjóðinn til þess að vinna að verkefnum í þróunarríkjum á sviði loftslags- og umhverfismála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun norrænu ríkjanna, sem veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Að sögn Davíðs Stefánssonar, sem á sæti í stjórn sjóðsins af Íslands hálfu, verður samkvæmt nýrri stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara. Hann segir að helmingur fjármögnunar eða meira miðist við verkefni sem stuðla að aðlögun að loftslagsbreytingum. Veitt verða margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana verður í styrkjaformi. „Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað og stuðlað að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Annað mikilvægt markmið er valdefling kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Sjóðurinn vill sjá fjármagni stýrt í sjálfbærar fjárfestingar um leið og ýtt er undir félagslegt réttlæti,“ segir Davíð. Norræni þróunarsjóðurinn var stofnaður árið 1989 og aðalskrifstofa hans er í Helsinki. Vefur Norræna þróunarsjóðsins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Norðurlöndin hafa skuldbundið sig til að endurfjármagna Norræna þróunarsjóðinn (NDF) um 350 milljónir evra, um 60 milljarða íslenskra króna, í þeim tilgangi að berjast gegn loftslagsbreytingum í þróunarríkjum. Hlutur Íslands í þessari endurfjármögnun nemur um 870 milljónum króna á tíu ára tímabili. „Okkur hefur gengið vel að virkja íslenska sérþekkingu á sviði jarðhita í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir eins og Norræna þróunarsjóðinn og það felast mikil tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf í því að styrkja sjóðinn til þess að vinna að verkefnum í þróunarríkjum á sviði loftslags- og umhverfismála,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra. Norræni þróunarsjóðurinn (NDF) er sameiginleg þróunarstofnun norrænu ríkjanna, sem veitir lán og styrki til loftslagstengdra þróunarverkefna í fátækustu ríkjum Afríku, Asíu og Rómönsku-Ameríku. Að sögn Davíðs Stefánssonar, sem á sæti í stjórn sjóðsins af Íslands hálfu, verður samkvæmt nýrri stefnu sjóðsins fyrir tímabilið 2021-2025 að minnsta kosti 60 prósentum af fjármagni sjóðsins ráðstafað til Afríku sunnan Sahara. Hann segir að helmingur fjármögnunar eða meira miðist við verkefni sem stuðla að aðlögun að loftslagsbreytingum. Veitt verða margvísleg lán en að minnsta kosti helmingur úthlutana verður í styrkjaformi. „Sjóðurinn stuðlar að mótvægi loftslagsbreytinga og aðlögun þeirra í fátækum ríkjum þar sem fólk býr við viðkvæmar aðstæður. Þannig verður grænni umbreytingu hraðað og stuðlað að loftslagsmarkmiðum Parísarsáttmálans. Annað mikilvægt markmið er valdefling kvenna til sóknar í fátækum ríkjum. Sjóðurinn vill sjá fjármagni stýrt í sjálfbærar fjárfestingar um leið og ýtt er undir félagslegt réttlæti,“ segir Davíð. Norræni þróunarsjóðurinn var stofnaður árið 1989 og aðalskrifstofa hans er í Helsinki. Vefur Norræna þróunarsjóðsins Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent