Håland og Lewandowski skoruðu báðir en Bayern hirti stigin þrjú

Bæjarar fagna marki en Dortmund menn svekktir.
Bæjarar fagna marki en Dortmund menn svekktir. M. Donato/FC Bayern/Getty Images

Bayern München vann Dortmund 3-2 í stórleik dagsins í þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Markavélarnir Robert Lewandowski og Erling Braut Håland voru báðir á skotskónum.

Robert Lewandowski virtist vera koma Bayern yfir á 27. mínútu en markið var dæmt af eftir skoðun VARsjánnar. Það voru svo heimamenn í Dortmund sem komust yfir á 45. mínútu með marki Marco Reus.

Allt leit út fyrir að þeir myndu leiða í hálfleik en David Alaba jafnaði metin fyrir Bayern á fjórðu mínútu uppbótartíma í fyrri hálfleik og staðan jöfn í leikhléi.

Markavélin Lewandowski kom Bayern yfir á 48 mínútu og varamaðurinn Leroy Sane skoraði með góðu skoti á 80. mínútu og kom Bayern í 3-1. Erling Braut Håland minnkaði hins vegar muninn í 3-2 á 83. mínútu.

Bæjarar virtust vera gera út um leikinn á 93. mínútu er Robert Lewandowski skoraði en aftur var mark dæmt af honum eftir VARsjána. Lokatölur þó 3-2.

Bayern er með átján stig á toppi deildarinnar en Dortmund er í þriðja sætinu með fimmtán stig. Leipzig er í öðru sætinu með sextán stig.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira