Stálheppinn miðahafi var einn með allar tölur réttar í lottóútdrætti kvöldsins og hlýtur hann tæpar 51 milljón króna í sinn hlut. Miðann keypti hann lotto.is.
Þá voru tíu miðahafar með bónusvinninginn og hlýtur hver þeirra rétt tæpar 75 þúsund krónur í vinning.
Miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum; á N1 Ægissíðu í Reykjavík, á N1 Stórahjalla í Kópavogi, í Happahúsinu í Kringlunni í Reykjavík, 2 miðanna voru í áskrift og fimm miðanna voru keyptir á lotto.is
Sex voru með fjórar réttar tölur í rèttri röð í Jókernum og fá þeir 100 þúsund krónur í vinning hver. Þrír miðanna voru keyptir á lotto.is og hinir þrír miðarnir voru í áskrift.
Vinningstölur kvöldsins voru 5 6 17 30 33 og bónustalan var 24