Guðni reyndist neikvæður og laus úr sóttkví Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2020 16:09 Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020 Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er ekki smitaður af Covid-19. Hann fór í sóttkví síðustu viku eftir að starfsmaður á Bessastöðum reyndist smitaður en fékk neikvætt út úr skimun í morgun. Forsetinn segir að viðkomandi starfsmanni heilsist vel. Hann sendir þó samúðarkveðjur til ástvinna þeirra sem hafi látist af völdum sjúkdómsins að undanförnu. „Í vikunni fjölgaði þeim enn sem látist hafa af völdum COVID-19 sjúkdómsins á Íslandi. Sem fyrr sendi ég ástvinum samúðarkveðjur. Að undanförnu hefur smitum fækkað. Hertar aðgerðir gegn útbreiðslu farsóttarinnar hafa greinilega skilað árangri og vonir hljóta að standa til þess að senn verði óhætt að slaka á þeim að einhverju leyti. Gott hefur verið að sjá að langflestir íbúar landsins styðja atbeina sóttvarnaryfirvalda og stjórnvalda, ekki vegna boðvalds þeirra heldur vegna þess að fólk hefur fundið gildi samtakamáttar í þessum efnum, komist að niðurstöðu um það á eigin forsendum og eftir eigin hyggjuviti,“ skrifar Guðni á Facebook. Í færslu sinni segir Guðni einnig að huga verði að því að varnir gegn veirunni skappi ekki verri vanda til frambúðar á öðrum vettvangi. Þá jafnvægislist stundi stjórnvöld dag hvern og með vísindalega ráðgjöf og önnur sjónarmið í huga. Brýnt sé að missa ekki móðinn. „Farsóttin og varnir gegn henni valda víða usla. Fólk hefur látist og veikst illa, margir hafa misst atvinnu sína, fyrirtæki berjast í bökkum, skólahald er með óvenjulegum hætti og miklar skorður reistar við hvers kyns afþreyingu og listum, tómstundum og íþróttum. En hér verðum við líka að greina á milli áfalla og óþæginda. Gerum ekki illt verra með því að ýkja andbyrinn og gefast upp. Sýnum frekar hvað í okkur býr, leitum lausna, stöppum stálinu í hvert annað og látum ekki neikvæðni, beiskju og reiði ráða för. Það fer sjaldnast vel.“ Þá minnir forsetinn einnig á mikilvægi hreyfingar og útiveru fyrir líkama og sál. Segist hann hafa fundið það í hans sóttkví hve vel það reyndist að komast undir bert loft og reyna aðeins á sig. Kæru landsmenn. Í mínum embættisstörfum bar það helst til tíðinda í nýliðinni viku að ég þurfti að fara í sóttkví eftir...Posted by Forseti Íslands on Monday, 9 November 2020
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Forseti Íslands Tengdar fréttir Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40 Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39 Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Fleiri fréttir Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Sjá meira
Guðni sendir kveðjur til Biden og Harris Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sendir Joe Biden og Kamölu Harris heillaóskir vegna sigurs þeirra í forsetakosningunum vestanhafs. 7. nóvember 2020 21:40
Forsetinn í sóttkví í kjallaranum á Bessastöðum Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er í sóttkví í kjallaranum sem er íbúðarhúsi forseta á Bessastöðum. Þar eru nokkur herbergi, sérsalerni og eldhúskrókur. 4. nóvember 2020 08:39
Forseti Íslands kominn í sóttkví Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson verður í sóttkví fram til mánudagsins 9. nóvember vegna kórónuveirusmits sem greinst hefur hjá starfsmanni á Bessastöðum. 3. nóvember 2020 18:16