Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 18:01 Sergio García klæddur í græna jakkann eins og siður er með sigurvegara Masters mótsins í golfi. getty/Andrew Redington Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Arteta gekk út úr viðtali Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira