Missir af fyrsta risamótinu síðan 1999 vegna veirunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. nóvember 2020 18:01 Sergio García klæddur í græna jakkann eins og siður er með sigurvegara Masters mótsins í golfi. getty/Andrew Redington Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Spænski kylfingurinn Sergio García missir af Masters mótinu í golfi þar sem hann er með kórónuveiruna. Þetta er fyrsta risamótið síðan 1999 sem García missir af. García var slappur um helgina eftir að hafa misst af niðurskurðinum á Houston Open á PGA-mótaröðinni. Hann fór í kjölfarið í próf þar sem hann greindist með kórónuveiruna. „Eftir að hafa ekki misst af risamóti í 21 ár verð ég því miður ekki með á Masters í vikunni. Það mikilvægasta er að mér og fjölskyldu minni líður vel. Ég kem sterkari til baka og reyni að vinna græna jakkann á næsta ári,“ sagði García í yfirlýsingu. Spánverjinn vann sinn fyrsta sigur á risamóti þegar hann sigraði á Masters fyrir þremur árum. Hann hafði þá betur gegn Englendingnum Justin Rose í bráðabana. Opna bandaríska meistaramótið í september var 87. risamótið sem García tók þátt á í röð. Ástralinn Adam Scott á nú metið en Masters verður 76. risamót hans í röð. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira