Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:01 Sala á nikótínpúðum hefur stóraukist á síðustu misserum og þeir eru þar af leiðandi algengari á heimilum landsmanna. Mikilvægt er að geyma þá þar sem börn ná ekki til. mynd/Stöð 2 Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“ Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira
Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“
Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð E. coli-sýking á Mánagarði: „Hræðilegt að horfa upp á barnið svona veikt“ „Dæmi um hvernig rafræn skilríki geta verið útilokandi“ Fara með Intuens-málið fyrir dómstóla sem gæti reynst afdrifaríkt Fjölskyldan hrædd og brotin vegna sýkingarinnar á Mánagarði Maðurinn kominn upp úr fljótinu Segir Bjarna ekki hafa ruglast og Pawel fari sjálfur með rangt mál Risa vatnsrennibraut keypt í Þorlákshöfn fyrir 150 milljónir Sjá meira