Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Sunna Sæmundsdóttir skrifar 9. nóvember 2020 19:01 Sala á nikótínpúðum hefur stóraukist á síðustu misserum og þeir eru þar af leiðandi algengari á heimilum landsmanna. Mikilvægt er að geyma þá þar sem börn ná ekki til. mynd/Stöð 2 Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“ Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira
Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. Ástæður símtalanna eru ýmiss konar og sem dæmi má nefna að börn hafa gleypt nikótínpúða og innbyrt rafrettuvökva. Þá hefur fólki hefur svelgst á púðum sem það hefur tekið í vörina og ungmenni hafa kyngt þeim viljandi. Samkvæmt upplýsingum frá eiturefnamiðstöinni hefur þessum málum fjölgað ört á síðustu vikum og eru símtölum allt að fjögur á dag. Yfiirlæknir á bráðamóttöku barna segir spítalann almennt hafa eftirlit með líðan barna eftir þessi atvik en einnig sé eitthvað um innlagnir. Oftast séu þetta börn á leikskólaaldri. „Það er að segja óvitar sem komast í þetta. Eru að sjá að fullorðnir eru að gera þetta og vilja prófa líka,“ segir Ragnar Bjarnason, yfirlæknir. Vegna eiginleika þeirra sé jafnvel brýnna að halda sumum nikótínvörum sem njóta vinsælda í dag frá börnum en hefðbundna tóbakinu. „Nú eru þessi efni í dag bragðbætt. Þannig þau eru ekki að stoppa inntöku á sama hátt og gömlu efnin,“ segir hann. „Margir átta sig ekki á að nikótín er hættulegt efni og getur reynst börnum banvænt.“ Hann hvetur fólk til að huga að því hvar efnin eru geymd og einnig hvar þeim er fargað, en dæmi eru um að börn séu að stinga upp í sig notuðum púðum. Einkennin eru ofast ógleði, uppköst og svimi en geta verið alvarlegri. „Þetta getur valdið meðvitundarskerðingu og hjartsláttartruflun, sem getur beinlínis verið lífshættulegt.“
Börn og uppeldi Áfengi og tóbak Nikótínpúðar Slysavarnir Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Sjá meira