Veðbankar hafa litla trú á að Tiger verji titilinn á Masters Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 16:31 Tiger Woods fagnar sigri á Masters mótinu í fyrra. getty/Andrew Redington Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Samkvæmt veðbönkum þykir afar ólíklegt að Tiger Woods verji titil sinn á Masters mótinu í golfi sem hefst á fimmtudaginn. Tiger vann Masters mótið á eftirminnilegan hátt í fyrra en það var hans fyrsti sigur á risamóti í ellefu ár og sá fyrsti á Masters í fjórtán ár. Tiger hefur alls fimm sinnum unnið Masters. Jack Nicklaus á metið yfir flesta sigra á Masters en hann vann mótið sex sinnum á sínum tíma. Ef marka má spá veðbanka þykir Tiger ekki líklegur til afreka á Masters í ár. Hann er í 18. sæti yfir þá sem eru líklegastir til að vinna græna jakkann í ár. Bryson DeChambeau er efstur á lista veðbanka. Bandaríski kraftakarlinn stefnir á að fylgja sigri sínum á Opna bandaríska meistaramótinu eftir og vinna annað risamótið í röð. Efsti maður heimslistans, Dustin Johnson, er í 2. sæti á lista veðbanka. Hann varð annar á Masters í fyrra, einu höggi á eftir Tiger. Johnson hefur aðeins unnið eitt risamót á ferlinum, Opna bandaríska 2016. Jon Rahm í 3. sæti á lista veðbanka, Justin Thomas í því fjórða og Rory McIlroy í því fimmta. Sá síðastnefndi bíður enn eftir fyrsta sigri sínum á risamóti síðan 2014. Masters er jafnframt eina risamótið sem McIlroy hefur ekki unnið á ferlinum. Masters átti að fara fram 9.-12. apríl en var frestað vegna kórónuveirufaraldursins. Engir áhorfendur verða á mótinu að þessu sinni. Að venju fer Masters fram á Augusta National golfvellinum í Georgíu í Bandaríkjunum. Masters mótið hefst á fimmtudaginn. Sýnt verður frá öllum keppnisdögunum á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira