Golf

Af­mælis­barnið fór holu í höggi eftir að kúlan fleytti kerlingar á vatninu | Mynd­band

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Hér má sjá Jon Rahm fagna vel og innilega eftir þetta ótrúlega högg hans í dag.
Hér má sjá Jon Rahm fagna vel og innilega eftir þetta ótrúlega högg hans í dag. Patrick Smith/Getty Images

Bestu kylfingar heims hita upp á ýmsa vegu fyrir Masters-mótið í golfi sem hefst á morgun. Mótið fer líkt og öll ár fram á Augusta-vellinum í Georgíu-fylki í Bandaríkjunum. Er það hefð meðal kylfinga að fleyta kerlingar með kúlunni á 16. holu vallarins, einum slíkum tókst það með prýði fyrr í dag.

Spánverjinn Jon Rahm Rodríguez – sem fagnar 26 ára afmæli sínu í dag – ákvað að láta reyna ásamt öðrum kylfingum. Sjón er oft sögu ríkari og það á svo sannarlega við hér en sjá má skot Jon Rahm hér að neðan.

Þeir Jordan Spieth og Gary Woodland reyndu einnig með misjöfnum árangri. Sjá má högg þeirra hér að neðan.

Masters-mótið í golfi hefst á morgun og verður sýnt beint frá öllum fjórum dögum mótsins á Golfstöðinni hjá Stöð 2 Sport. Þá verður fylgst með mótinu hér á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×