Rory McIlroy spilar með sérhannað gullúr á Masters mótinu í ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. nóvember 2020 10:01 Rory McIlroy með nýja sérhannaða gullúrið á Augusta golfvellinum í aðdraganda Mastersmótsins í golfi. Getty/Jamie Squire Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020 Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Rory McIlroy hefur að miklu að keppa á Mastersmótinu í golfi sem hefst á morgun því með sigri á mótinu kemst Norður-Írinn í úrvalshóp. Rory McIlroy hefur unnið öll risamótin á ferlinum nema Mastersmótið en aðeins fimm kylfingum hefur tekist að loka hringnum og vinna öll fjögur risamótin á ferlinum. Rory McIlroy mun reyna að sækja sér heppni í nýtt sérhannað og rándýrt gullúr frá Omega. McIlroy mun bera þetta úr aðeins á þessu Mastersmóti en það kostar um 30 þúsund pund eða meira en 5,4 milljónir króna. Rory McIlroy wears one-off gold Omega watch valued at almost £30,000 https://t.co/y2HqbCD7nc— MailOnline Sport (@MailSport) November 11, 2020 Úrið er sérhannað fyrir Rory McIlroy og er í raun virðingarvottur um hans feril. Þar má meðal annars sjá vallarmetið hans frá því að hann spilaði Royal Portrush völlinn á aðeins 61 höggi þegar hann var bara sextán ára gamall. Það hefur verið þessi pressa á Rory McIlroy á undanförnum fimm Mastersmótum en hann hefur ekki unnið risamót síðan á PGA meistaramótinu árið 2014. Rory McIlroy er 31 árs gamall en sigrar hans á risamótum voru 2012 og 2014 á PGA-meistaramótinu, 2011 á opna bandaríska meistaramótinu og 2014 á opna breska meistaramótinu. Þetta verður því sjötta Mastersmótið þar sem hann hefur möguleika á því að klára risamóta alslemmuna. Bestum árangri náði Rory árið 2015 þegar hann endaði fjórði en annars hefur hann verið inn á topp tíu fyrir utan í fyrra þegar McIlroy náði aðeins 21. sæti. Það fylgir reyndar sögunni að spilamennska Rory McIlroy að undanförnu hefur ekki verið upp á marga fiska. Hann hefur ekki náð að enda meðal fimm efstu á PGA-móti síðan í mars. Það verður því fróðlegt að sjá hvort þetta glæsilega gullúr færi honum einhverja heppni þegar Mastersmótið byrjar á morgun. Traditionally a harbinger of spring, this year, the Masters ushers autumn. #themasters pic.twitter.com/riV1IO23k8— The Masters (@TheMasters) November 9, 2020
Golf Mest lesið Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Fótbolti Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Sport Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Handbolti Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Fótbolti Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira