„Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt“ Stefán Árni Pálsson skrifar 11. nóvember 2020 11:29 Emilía stendur á eigin fótum í dag og gengur lífið vel. Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Í fyrsta þætti, í fyrstu þáttaröð af Fósturbörnum, hitti Sindri Sindrason Emilíu Maidland sem þá nálgaðist átján ára aldurinn. Hún hafði flakkað á milli fósturheimila og kveið þess að þurfa að standa á eigin fótum í lífinu. Seinna fór hún í það að lesa skjöl barnaverndarnefndar um hennar mál og var reið, reið yfir örlögum sínum og erfiðri byrjun í lífinu. Í síðasta þætti af Fósturbörnum hitti Sindri síðan Emilíu rúmlega þremur árum eftir að þau hittust fyrst. Í dag á hún tveggja ára dreng og hefur lífið gengið einstaklega vel síðustu ár. Hún er ekki eins reið út í foreldra sína og segist í raun vera ánægð með allt sem hún hafi upplifað í sínu lífi, það hafi mótað hana sem manneskju. Hún er til að mynda í samskiptum við móður sína í dag. „Samskiptin eru góð. Ég held að eftir að ég varð móðir hafi ég áttað mig svolítið á því hvernig henni líður. Í dag eru samskiptin mín við hana og aðra fjölskyldumeðlima mikið betri og líka bara út frá mínum þroska að ég geti lagt ákveðna hluti á hilluna út af því að lífið er núna,“ segir Emilía. Hún segist skilja móður sína betur í dag, eða að einhverju leyti. Betur eftir að hún eignaðist barn sjálf. „Núna hugsa ég bara að ég geti ekki ímyndað mér hvernig henni leið, að missa öll börnin sín. Ég gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt. Það sem ég innleiði í mitt uppeldi er öryggi og það er númer eitt, tvö og þrjú. Hann hefur þak, mat og gott fólk í kringum sig, það eina sem hann þarf er bara öryggi. Það er eitthvað sem mig vantaði í æsku og ég sé önnur fósturbörn vanta og það mótar einstakling mjög mikið.“ Klippa: Gæti ekki hugsað mér að missa barnið mitt
Fósturbörn Börn og uppeldi Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira