Tískuvörumerkið Louis Vuitton er eitt það allra vinsælasta í heiminum en merkið er franskt og var fyrirtækið stofnað árið 1854 í París.
Nýjasta auglýsingaherferð fyrirtækisins er komin í loftið og var efnið fyrir herferðina tekið upp hér á landi.
Louis Vuitton birti mynd úr herferðinni sinni á Twitter í gær en það var ljósmyndarinn Vivianne Sassen sem tók umrædda mynd.
Það verður fróðlegt að fylgjast með hvort fleiri myndir líti dagsins ljós og hvort sjónvarpsauglýsingar hafi verið teknar upp hér á landi.
Imagination Takes Flight. Introducing Louis Vuitton’s newest campaign, a far-reaching journey towards a dream. Photographed in Iceland, the images are an ode to the inner child, set free. See the campaign at https://t.co/wIcbVX2RMY
— Louis Vuitton (@LouisVuitton) November 10, 2020
Photo by Vivianne Sassen for #LouisVuitton pic.twitter.com/CDICCxVNaY