Herða sóttvarnaaðgerðir í New York til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Telma Tómasson skrifa 12. nóvember 2020 07:54 Myndin er tekin á Times Square í New York fyrir nokkrum dögum en torgið iðar vanalega iðar af lífi en nú er enda einn helsti ferðamannastaður borgarinnar. Getty/Noam Galai Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira
Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hefur hert sóttvarnaaðgerðir í borginni með það að markmiði að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar. Blasio segir að aðgerðirnar séu síðasta tækifærið til að koma í veg fyrir aðra meiriháttar bylgju farsóttarinnar. Samkomutakmörkunum hefur verið komið á og mega ekki fleiri en 10 manns koma saman í einu. Þá verður öldurhúsum, veitingastöðum og líkamsræktarstöðvum gert að loka ekki síðar en klukkan tíu á kvöldin. Nýju reglurnar taka gildi næstkomandi föstudag. Andrew Cuomo, ríkisstjóri í New York, segir að meðal annars sé ráðist í þessar aðgerðir vegna þess að smitrakning hafi leitt í ljós að fjöldi hópsýkinga hafi komið upp á djamminu í borginni. Today s indicators: 94 patients admitted to the hospital 817 new cases The infection rate 7-day average is 2.52% This is our LAST chance to stop a second wave.We can do it, but we have to act NOW.— Mayor Bill de Blasio (@NYCMayor) November 11, 2020 Þá sagði Blasio að ef smitum fjölgi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarið þyrfti að loka grunnskólum borgarinnar og börn þyrftu þá að sinna náminu heima í gegnum netið. „Þetta er síðasta tækifæri okkar til þess að stöðva næstu bylgju. Við getum gert það en við verðum að grípa til aðgerða núna,“ sagði Blasio. Faraldurinn hefur verið í verulegum vexti í Bandaríkjunum síðustu vikur líkt og víða annars staðar í heiminum. Metfjöldi greindist með veiruna í Bandaríkjunum í gær, eða rúmlega 144 þúsund manns, og þá voru rúmlega 65 þúsund manns inniliggjandi á sjúkrahúsum með Covid-19. Á rúmri viku hafa meira en 100 þúsund manns greinst smitaðir daglega í Bandaríkjunum sem sérfræðingar segja að sé hærra hlutfall en í fyrstu bylgjunni í vor og sumarbyrjun.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Yfir 600 föngum sleppt fyrir lík fjögurra gísla Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Bein útsending: Gera aðra atlögu að tunglinu „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Óbólusett barn lést vegna mislinga Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Sér fyrir sér að selja 10 milljónir „gullkorta“ til erlendra auðjöfra Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Sjá meira