Ungt fólk sækir í störf hjá fyrirtækjum sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni Rakel Sveinsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 09:31 Bjarney Harðardóttir. Vísir/Vilhelm „Við teljum að með því að vera fyrirmynd í jafnréttismálum náum við til breiðari hóps fólks og séum fyrir vikið eftirsóknarverðari vinnustaður. Okkar reynsla sýnir að ungt fólk sem leitar sér að starfi sækir í fyrirtæki sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni, mál sem við setjum undir sama hatt,“ segir Bjarney Harðardóttir einn eigandi 66°Norður en hún er einn fyrirlesara á Heimsþingi kvenleiðtoga sem nú er haldin í þriðja sinn. Bjarney segist þeirrar skoðunar að komandi kynslóðir muni líta á jafnrétti og sjálfbærni sem sjálfsagðan hlut. „Fyrirtæki sem ekki tileinka sér slíka hugsun munu tilheyra fortíðinni,“ segir Bjarney. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Fyrirtæki sem fyrirmynd Á Heimsþingi kvenleiðtoga leiddi Bjarney umræður um fyrirmyndir og sagði auk þess frá því með hvaða hætti 66°Norður ynni að jafnréttismálum og sjálfbærni til að standa undir þeirri ímynd að vera fyrirmynd. „Fyrirtæki bera ábyrgð í samfélaginu á margvíslegan hátt. Þegar fyrirtæki vill vera góð fyrirmynd þá geta þau með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á afstöðu fólks til ólíkra mála. Jafnrétti er og hefur um langt skeið verið okkur Íslendingum hugleikið og þess vegna skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki sem sækist eftir því að vera góð fyrirmynd í samfélaginu að geta sýnt fram á að það veiti fólk jöfn tækifæri og greiði laun óháð kyni,“ segir Bjarney Að hennar sögn var launamunur kynja hjá 66°Norður einungis 0,3% konum í vil þegar fyrirtækið fór fyrst í gegnum jafnlaunavottun. Almennt sé lögð áhersla á það í ráðningum og stöðuhækkunum að efla fjölbreytileika innan fyrirtækisins og þar eru verslanirnar oftar en ekki stökkpallurinn. Við höfum eftir fremsta megni reynt að skipa innanhúsfólk í ábyrgðarstöður. Verslanir okkar hafa verið hálfgerðar þróunarmiðstöðvar fyrir framtíðarstjórnendur okkar en nokkrir af lykilstjórnendum okkar í dag hófu feril sinn við afgreiðslustörf í verslunum okkar,“ segir Bjarney og bætir við: ,,Í dag eru 65% af stjórnendum félagsins konur.“ Þá segir hún sjálfbærni einnig skipta máli. „Sjálfbærni snýst að stórum hluta um að minnka neyslu og sóun. Þegar sama flíkin nýtist árum eða áratugum saman, jafnvel mann fram að manni erum við að skilja eftir okkur færri kolefnisspor. Við höfum frá stofnun rekið okkar eigin verksmiðjur og þar hefur verið lögð áhersla á að nýta öll umframefni,“ segir Bjarney. Bjarney segir sjálfbærni reyndar hafa verið samofin starfsemi 66°Norður frá stofnun því allt frá árinu 1926 hafi áherslan verið að hanna og framleiða flíkur sem hafa langan tíma. Samhliða hafi líka alltaf verið rekin viðgerðarstofa. Sem dæmi nefnir hún hanska sem fyrirtækið saumar úr afgangsefnum eða flíkur sem hannaðar eru sérstaklega til að ná að fullnýta afgangs lagera af efnum. „Við sem nú rekum fyrirtækið höfum svo haldið áfram á þessari vegferð og mælum nú kolefnisspor okkar og náðum því mikilvæga markmiði í fyrra að jafna út kolefnisspor okkar. Þess utan ætlum við að planta 2700 trjám árlega og má því segja að við séum farin að vinna að því að jafna út kolefnisspor fortíðarinnar,“ segir Bjarney. En hvaða ráð myndir þú gefa fyrirtækjum sem vilja stíga fleiri skref í átt að auknu jafnrétti og sjálfbærni? „Ég myndi ráðleggja stjórnendum að byrja á því að meta stöðuna eins og hún er í dag út frá staðreyndum. Skoða kynjahlutföll, launamun, kolefnisspor, sóun og aðra þætti sem snúa að jafnrétti og sjálfbærni. Þegar núverandi staða liggur fyrir er næsta skref að móta skýra framtíðarsýn og stefnu ásamt því að tryggja að sett séu mælanleg markmið í öllum þeim þáttum sem skipta máli varðandi jafnrétti og sjálfbærni. Svo þarf bara að fylgjast reglulega með árangrinum og tryggja að það sé verið að ná þeirri sýn sem sett hefur verið. Í dag eru til allskyns alþjóðleg viðmið líkt og GRI og ESG sem hægt er að fylgja eftir í slíkri vinnu. Síðan er mikilvægt að leita ráðgjafar enn fremur eru stofnanir, samtök og fleiri aðilar sem geta verið fyrirtækjum innan handar við mælingar og vottanir. Það hefur að okkar mati aldrei verið eins eftirsóknarvert að vinna hörðum höndum að jafnrétti og sjálfbærni; rétt eins og við lítum á kosningarétt beggja kynja í dag sem sjálfsagðan hlut munu komandi kynslóðir líta á jafnrétti og sjálfbærni sem sjálfsagðan hlut,“ segir Bjarney. Jafnréttismál Umhverfismál Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
„Við teljum að með því að vera fyrirmynd í jafnréttismálum náum við til breiðari hóps fólks og séum fyrir vikið eftirsóknarverðari vinnustaður. Okkar reynsla sýnir að ungt fólk sem leitar sér að starfi sækir í fyrirtæki sem hlúa að jafnrétti og sjálfbærni, mál sem við setjum undir sama hatt,“ segir Bjarney Harðardóttir einn eigandi 66°Norður en hún er einn fyrirlesara á Heimsþingi kvenleiðtoga sem nú er haldin í þriðja sinn. Bjarney segist þeirrar skoðunar að komandi kynslóðir muni líta á jafnrétti og sjálfbærni sem sjálfsagðan hlut. „Fyrirtæki sem ekki tileinka sér slíka hugsun munu tilheyra fortíðinni,“ segir Bjarney. Í Atvinnulífinu á Vísi í gær og í dag er fjallað um Heimsþing kvenleiðtoga út frá forsendum stjórnenda og atvinnulífs. Fyrirtæki sem fyrirmynd Á Heimsþingi kvenleiðtoga leiddi Bjarney umræður um fyrirmyndir og sagði auk þess frá því með hvaða hætti 66°Norður ynni að jafnréttismálum og sjálfbærni til að standa undir þeirri ímynd að vera fyrirmynd. „Fyrirtæki bera ábyrgð í samfélaginu á margvíslegan hátt. Þegar fyrirtæki vill vera góð fyrirmynd þá geta þau með ýmsum hætti haft jákvæð áhrif á afstöðu fólks til ólíkra mála. Jafnrétti er og hefur um langt skeið verið okkur Íslendingum hugleikið og þess vegna skiptir miklu máli fyrir fyrirtæki sem sækist eftir því að vera góð fyrirmynd í samfélaginu að geta sýnt fram á að það veiti fólk jöfn tækifæri og greiði laun óháð kyni,“ segir Bjarney Að hennar sögn var launamunur kynja hjá 66°Norður einungis 0,3% konum í vil þegar fyrirtækið fór fyrst í gegnum jafnlaunavottun. Almennt sé lögð áhersla á það í ráðningum og stöðuhækkunum að efla fjölbreytileika innan fyrirtækisins og þar eru verslanirnar oftar en ekki stökkpallurinn. Við höfum eftir fremsta megni reynt að skipa innanhúsfólk í ábyrgðarstöður. Verslanir okkar hafa verið hálfgerðar þróunarmiðstöðvar fyrir framtíðarstjórnendur okkar en nokkrir af lykilstjórnendum okkar í dag hófu feril sinn við afgreiðslustörf í verslunum okkar,“ segir Bjarney og bætir við: ,,Í dag eru 65% af stjórnendum félagsins konur.“ Þá segir hún sjálfbærni einnig skipta máli. „Sjálfbærni snýst að stórum hluta um að minnka neyslu og sóun. Þegar sama flíkin nýtist árum eða áratugum saman, jafnvel mann fram að manni erum við að skilja eftir okkur færri kolefnisspor. Við höfum frá stofnun rekið okkar eigin verksmiðjur og þar hefur verið lögð áhersla á að nýta öll umframefni,“ segir Bjarney. Bjarney segir sjálfbærni reyndar hafa verið samofin starfsemi 66°Norður frá stofnun því allt frá árinu 1926 hafi áherslan verið að hanna og framleiða flíkur sem hafa langan tíma. Samhliða hafi líka alltaf verið rekin viðgerðarstofa. Sem dæmi nefnir hún hanska sem fyrirtækið saumar úr afgangsefnum eða flíkur sem hannaðar eru sérstaklega til að ná að fullnýta afgangs lagera af efnum. „Við sem nú rekum fyrirtækið höfum svo haldið áfram á þessari vegferð og mælum nú kolefnisspor okkar og náðum því mikilvæga markmiði í fyrra að jafna út kolefnisspor okkar. Þess utan ætlum við að planta 2700 trjám árlega og má því segja að við séum farin að vinna að því að jafna út kolefnisspor fortíðarinnar,“ segir Bjarney. En hvaða ráð myndir þú gefa fyrirtækjum sem vilja stíga fleiri skref í átt að auknu jafnrétti og sjálfbærni? „Ég myndi ráðleggja stjórnendum að byrja á því að meta stöðuna eins og hún er í dag út frá staðreyndum. Skoða kynjahlutföll, launamun, kolefnisspor, sóun og aðra þætti sem snúa að jafnrétti og sjálfbærni. Þegar núverandi staða liggur fyrir er næsta skref að móta skýra framtíðarsýn og stefnu ásamt því að tryggja að sett séu mælanleg markmið í öllum þeim þáttum sem skipta máli varðandi jafnrétti og sjálfbærni. Svo þarf bara að fylgjast reglulega með árangrinum og tryggja að það sé verið að ná þeirri sýn sem sett hefur verið. Í dag eru til allskyns alþjóðleg viðmið líkt og GRI og ESG sem hægt er að fylgja eftir í slíkri vinnu. Síðan er mikilvægt að leita ráðgjafar enn fremur eru stofnanir, samtök og fleiri aðilar sem geta verið fyrirtækjum innan handar við mælingar og vottanir. Það hefur að okkar mati aldrei verið eins eftirsóknarvert að vinna hörðum höndum að jafnrétti og sjálfbærni; rétt eins og við lítum á kosningarétt beggja kynja í dag sem sjálfsagðan hlut munu komandi kynslóðir líta á jafnrétti og sjálfbærni sem sjálfsagðan hlut,“ segir Bjarney.
Jafnréttismál Umhverfismál Stjórnun Góðu ráðin Vinnustaðamenning Vinnumarkaður Vinnustaðurinn Heimsþing kvenleiðtoga Tengdar fréttir Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn Sjá meira
Jafnréttismálin í útrás til Evrópu og Bandaríkjanna Þórey Vilhjálmsdóttir segir fyrirtækið Empower stefna á útrás með jafnréttismálin. Sérstaklega er horft til Evrópu og Bandaríkjanna. Í viðtali nefnir Þórey nokkur dæmi um algengar birtingarmyndir á kynbundnum fordómum á vinnustöðum. 11. nóvember 2020 12:22