Tillögur Þórólfs um tilslakanir líklega vægari en margir vonuðust til Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. nóvember 2020 11:33 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, sést hér fara til blaðamannafundar ríkisstjórnarinnar í lok október þar sem hertar aðgerðir voru kynntar. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, hefur skilað tillögum sínum um tilslakanir sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirufaraldursins til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra. Hann vill þó ekki fara út í það í hverju tillögur sínar felast þar sem minnisblað hans með tillögunum er enn til skoðunar og umræðu hjá stjórnvöldum. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í dag. Þar sagði hann að í tillögunum fælust einhverjar tilslakanir frá núverandi aðgerðum sem eru þær hörðustu sem stjórnvöld hafa ráðist í vegna faraldursins. Þær aðgerðir gilda til næsta þriðjudags. Það þyrfti þó að fara afar hægt í sakirnar að aflétta aðgerðum að sögn Þórólfs. „Tillögurnar mínar eru kannski vægari en margir hefðu vonast til en það verður að koma í ljós. Ég vil ekki fara að ræða einstaka tillögur hér,“ sagði Þórólfur. Bólusetning gæti hafist á fyrri hluta næsta árs Aðspurður sagði hann tillögur sínar nú, líkt og áður, gera ráð fyrir því að næstu aðgerðir giltu í tvær til þrjár vikur. Þá ítrekaði hann að hann væri ekki tilbúinn til að ræða einstaka tillögur í minnisblaðinu þegar hann var spurður hvort hann sæi til að mynda ekki fyrir sér að víkja frá tveggja metra reglunni. Varðandi stöðuna á faraldrinum sagði Þórólfur tölurnar undanfarna daga gefa sterkar vísbendingar um að samfélagslegt smit væri á niðurleið. Það væri jákvætt. Fregnir af þróun bóluefnis hjá Pfizer og BioNTech væru einnig jákvæðar og ekki síst væri ánægjulegt að vita að Íslendingar væru með kauprétt á því bóluefni. „Reyndar erum við einnig með kauprétt á öðrum bóluefnum sem eru á lokastigi rannsókna. Ég á von á því að við munum fá nánari fréttir af þeim bóluefnum einnig núna á næstunni. Vonandi verða þær fréttir jafn ánægjulegar og fréttir af bóluefninu frá Pfizer. Ég held að það sé því fyrst núna að mínu mati sem við getum raunverulega fari að eygja til lands hvað varðar bólusetningu gegn Covid-19 þótt margar niðurstöður eigi eftir að koma út úr rannsóknum á öllum þessum bóluefnum sem hugsanlega gætu sett strik í reikninginn,“ sagði Þórólfur. Kvaðst hann telja hugsanlegt að byrjað verði að bólusetja fyrir kórónuveirunni á Íslandi á fyrri hluta næsta árs. Þangað til að hægt væri að hefja bólusetningu væri þó mikilvægt að halda faraldrinum í lágmarki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili í Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Sjá meira