Enski boltinn

„Enginn vafi að Liverpool ætti að verða meistari en það þarf að klára tímabilið“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Fer Englandsmeistaratitillinn á loft á Anfield í vor?
vísir/getty

David Maddock, blaðamaður Daily Mirror, var gestur í þættinum Sunday Supplement á Sky Sports í gærkvöldi þar sem var farið yfir stöðuna í fótboltaheiminum í dag.

Enska úrvalsdeildin er nú í þriggja vikna hléi vegna kórónuveirunnar og er talið að hún fari fyrst í gang 3. apríl. Maddock sér það ekki gerast.

„Ég held að það sé ómögulegt að tímabilið byrji aftur 3. apríl en það var skynsamlegt hjá þeim að gefa sér tíma og andrúmsloft til að taka stöðuna. Mér fannst þeir bregðast við of seint en úrvalsdeildin gerði það rétta í stöðunni,“ sagði Maddock.

„Evrópumótinu verður aflýst. Það er nokkuð ljós og ég held að það fari fram næsta sumar. Það gefur tíma til þess að spila leiki og klára keppnirnar heima fyrir, svo þær geti klárast í enda júní og þú þarft ekki að byrja spila aftur fyrr en í maí.“

Maddock segir að það þurfi að klára deildina því ef hún yrði ekki kláruð yrði sett mörg spurningarmerki frá mörgum liðum, bæði í úrvalsdeildinni sem og B-deildinni.

„Þú þarft að klára deildina ef hægt er. Fólk segir að það ætti að núlla út þetta tímabil en þá færi enginn upp. Hvað ætti Leeds að gera? Ef þú klárar tímabilið, þá er enginn vafi á neinu.“

„Stuðningsmenn Liverpool vilja sjá liðið verða meistari og þeir hafa nú þegar unnið deildina. Man. City mun líklega tapa tveimur leikjum til viðbótar ef Liverpool tapar öllum sínum. Það er enginn vafi á að Liverpool ætti að verða meistari en það þarf að klára deildina.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×