Casey á toppnum að loknum fyrsta degi | Stór nöfn hófu leik seint vegna veðurs og klára fyrsta hring á morgun Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. nóvember 2020 23:31 Paul Casey trónir á toppnum að loknum fyrsta degi Masters-meistaramótsins í golfi. Rob Carr/Getty Images Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport. Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Töluvert af stórum nöfnum hófu leik seint í dag og munu því ekki ljúka sínum fyrsta hring fyrr en á morgun, föstudag. Þar má til að mynda nefna Dustin Johnson og Rory McIlroy. Þá er Tiger Woods jafn öðrum kylfingum í 5. sæti að svo stöddu. Englendingurinn Paul Casey lék hring dagsins á 58 höggum eða sjö höggum undir pari og byrjar því vægast sagt vel á Masters-risamótinu í golfi. Fer mótið að venju fram á Augusta-vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum. The early leader. #themasters pic.twitter.com/b2mmHF3Hrs— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Hinn 43 ára gamli Casey er þó ekki með yfirburða forystu en Bandaríkjamennirnir Justin Thomas, Webb Simpson og Xander Schauffele eru allir á fimm höggum undir pari. Þar á eftir eru átta leikmenn á fjórum höggum undir pari. Langstærsta nafnið þar er Tiger Woods. Lee Westwood er svo annað sem golfáhugafólk ætti að kannast við. Rory McIlroy ákvað að kalla þetta gott á 9. holu í dag og á fyrir höndum erfitt skot þegar keppni hefst á morgun. Hann og Dustin Johnson voru meðal þeirra sem fóru seint af stað en mótið tafðist aðeins vegna veðurs. McIlroy er sem stendur á pari á meðan Johnson er þremur höggum undir pari. Top-ranked golfer in the world Dustin Johnson makes a smooth eagle on No. 2. #themasters pic.twitter.com/6thQmxQGXl— The Masters (@TheMasters) November 12, 2020 Masters heldur áfram á morgun er sýnt beint frá öllum keppnisdögum mótsins á Golfstöð Stöð 2 Sport.
Golf Mest lesið „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Enski boltinn Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Enski boltinn Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira