Guðrún Brá úr leik á sögulegu móti í Sádi-Arabíu Sindri Sverrisson skrifar 13. nóvember 2020 11:17 Guðrún Brá Björgvinsdóttir slær boltann á mótinu í Sádi-Arabíu. LET/Tristan Jones Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stödd í Sádi-Arabíu þessa dagana þar sem hún spilar á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem að konur leika á atvinnumannamóti í golfi í Sádi-Arabíu. Guðrún er nú úr leik á fyrra mótinu en Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 80 og 76 höggum, eða samtals 12 höggum yfir pari. Ekki hafa allir kylfingar lokið tveimur hringjum en Guðrún er sem stendur í 96. sæti og á ekki möguleika á að komast upp fyrir niðurskurðarlínuna, sem er í +5 höggum. Efsti kylfingur af þeim sem komnar eru í hús er hin danska Emily Kristine Pedersen á 9 höggum undir pari. Mótið heldur áfram um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Leikið er á Royal Greens vellinum og þar fer einnig næsta mót fram en það hefst á þriðjudaginn. Í því móti er keppt í fjögurra kylfinga liðum, og fær einn áhugakylfingur að vera í hverju liði. Keppt verður bæði um liða- og einstaklingsverðlaun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Guðrún Brá Björgvinsdóttir er stödd í Sádi-Arabíu þessa dagana þar sem hún spilar á tveimur mótum á Evrópumótaröðinni í golfi. Þetta er í fyrsta sinn sem að konur leika á atvinnumannamóti í golfi í Sádi-Arabíu. Guðrún er nú úr leik á fyrra mótinu en Íslandsmeistarinn lék fyrstu tvo hringina á 80 og 76 höggum, eða samtals 12 höggum yfir pari. Ekki hafa allir kylfingar lokið tveimur hringjum en Guðrún er sem stendur í 96. sæti og á ekki möguleika á að komast upp fyrir niðurskurðarlínuna, sem er í +5 höggum. Efsti kylfingur af þeim sem komnar eru í hús er hin danska Emily Kristine Pedersen á 9 höggum undir pari. Mótið heldur áfram um helgina og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Golf. Leikið er á Royal Greens vellinum og þar fer einnig næsta mót fram en það hefst á þriðjudaginn. Í því móti er keppt í fjögurra kylfinga liðum, og fær einn áhugakylfingur að vera í hverju liði. Keppt verður bæði um liða- og einstaklingsverðlaun en mótið er hluti af Evrópumótaröðinni.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira