Lífið samstarf

Off-Venue: Mikilvægt að geta horft og tekið inn

Landsbankinn
JóiPé&Króli koma fram á Off-Venue tónleikum Landsbankans
JóiPé&Króli koma fram á Off-Venue tónleikum Landsbankans

„Það er ótrúlega gaman að vera með í þessu, þetta er svo mikilvægt núna, ekki bara fyrir tónlistarfólkið heldur fyrir alla aðra, bara að geta horft og tekið inn. Svona viðburðir komast næst því að vera tónleikar í dag og Landsbankanum tekst að grípa þá stemmingu í myndböndunum,“ segir Kristinn Óli Haraldsson, annar tvíeykisins JóiPé&Króli en þeir koma fram á Off-Venue tónleikum Landsbankans.

Faraldurinn hefur sett stórt strik í tilveru tónlistarfólks og listasenunnar allrar. Tvíeykið gaf út plötuna Í miðjum kjarnorkuvetri í vor en þá tók veiran yfir heimsbyggðina.

„Það er bara ekki neitt að frétta, ég er ekki að gera neitt. Við gáfum út plötu í apríl en höfum ekki getað fylgt henni eftir. Maður er óneitanlega orðinn dálítið ryðgaður. Vonin er góð en að vera bíðandi er vont og verður þreytt til lengdar en maður krossar bara fingur, það er það eina sem maður getur gert og reynt að gera sitt í stríðinu við veiruna.“

Fjöldi tónlistarmanna kemur fram á Off-Venue

Icelandic Airwaves: Live from Reykjavík hefst í dag. Off-Venue tónleikarnir hafa verið ómissandi hluti af hátíðinni og eru nú með breyttu sniði í ljósi aðstæðna. Eftirfarandi listamenn koma fram:

Sykur


BSÍ


gugusar


Moses Hightower


Landsbankinn hefur verið styrktaraðili Iceland Airwaves frá 2014. Á hverju ári hefur Landsbankinn framleitt tónlistarmyndbönd með upprennandi listafólki, alls 23 tónlistarmönnum og hljómsveitum, sem finna má á Airwaves vef Landsbankans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×