Belgar með sterkan sigur á Englendingum 15. nóvember 2020 21:40 Leikmenn Belgíu fagna marki í kvöld. getty/Dursun Aydemir Belgía vann England 2-0 á heimavelli í riðli Íslendinga í Þjóðadeildinni. Youri Tielemans skoraði fyrsta mark Belga á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Romelu Lukaku og Dries Mertens bætti við öðru markinu á 24. mínútu. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik en Englendingar voru meira með boltann og sköpuðu sér mun fleiri færi. Sigur Belgíu þýðir að England á ekki möguleika á fyrsta sætinu í riðlinum en Belgía og Danmörk mætast í úrslitaleik um toppsætið næsta miðvikudag. Þjóðadeild UEFA
Belgía vann England 2-0 á heimavelli í riðli Íslendinga í Þjóðadeildinni. Youri Tielemans skoraði fyrsta mark Belga á 10. mínútu eftir stoðsendingu frá Romelu Lukaku og Dries Mertens bætti við öðru markinu á 24. mínútu. Ekkert mark var skorað í seinni hálfleik en Englendingar voru meira með boltann og sköpuðu sér mun fleiri færi. Sigur Belgíu þýðir að England á ekki möguleika á fyrsta sætinu í riðlinum en Belgía og Danmörk mætast í úrslitaleik um toppsætið næsta miðvikudag.
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Handbolti