Vilja gefa fólki annað tækifæri í lífinu Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 14. nóvember 2020 19:08 Tinna Guðrún og Hlynur Kristinn fara fyrir áfangaheimilinu, sem fær nafnið Annað tækifæri. Vísir/Egill Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von. Fíkn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira
Góðgerðarsamtökin Það er von hyggja á stofnun nýs áfangaheimilis með það að markmiði að gefa fólki með fíknivanda annað tækifæri í lífinu. Samtökin segja fordóma of ríkjandi í samfélaginu og að líta þurfi til þess að um sjúkdóm sé að ræða sem vinna þurfi með alla ævi. Um verður að ræða langtíma áfangaheimili sem fólk getur leitað til eftir meðferð þar sem fólki verður hjálpað út í lífið á ný, meðal annars með fíkniráðgjöf, lögfræðiaðstoð, námsaðstoð og fleira. Áfangaheimilið mun heita Annað tækifæri. „Við munum til dæmis hjálpa fólki að finna sponsor innan 12 spora samtaka, leiðbeina því hvernig það getur náð bata á öllum sviðum, ekki bara einu sviði heldur öllum,“ segir Hlynur Kristinn Rúnarsson, stofnandi góðgerðarsamtakanna Það er von, sem standa að baki áfangaheimilinu. Stjórn samtakanna samanstendur af fólki með menntun á ýmsum sviðum auk einstaklinga sem hafa lent í klóm fíknarinnar, líkt og Hlynur sjálfur. „Eins og staðan er í dag þá er eitt prósent af þeim sem fóru með mér í meðferð enn þá edrú og ég er búinn að vera edrú í sautján mánuði,“ segir hann. Tinna Guðrún Barkardóttir, framkvæmdastjóri Það er von, segir að hjálpa þurfi fólki að ná langtímabata. Líkt og staðan sé nú sé fátt sem grípi fólk eftir að það kemur úr meðferð „Í dag styðjum við við aðstandendur með samtölum og stuðningi auk þess að aðstoða fólk í neyslu við að komast í meðferð til dæmis. Í framtíðinni viljum við áfangaheimili sem býður upp á þverfaglega aðstoð fyrir fólk í allt að tvö ár," segir Tinna. Hún segir að styðja þurfi betur við bakið á einstaklingnum og og að staða fólks í vímuefnaneyslu sé slæm. „Það er rosalega mikið af dauðsföllum. Það þarf eitthvað að gera til að aðstoða þetta fólk en ekki læsa þau inni eða refsa þeim á einhvern hátt fyrir að vera með sjúkdóm. Því þetta er sjúkdómur og það er ekki hægt að lækna hann. Það þarf að vinna með hann,“ segir Tinna. Þau hafa hrundið af stað fjáröflun og stefna á að opna áfangaheimilið fyrir lok árs 2021, en frekari upplýsingar má nálgast á Facebook-síðu Það er von.
Fíkn Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Barneignir og sauðfjárrækt á sviðnu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Segir tölur um ungloðnu gríðarlega jákvæðar Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Glæsileg Regnbogahátíð í Vík alla helgina Endurkjörinn formaður Starfsgreinasambandsins Gíslar á heimleið og gleðifréttir af loðnunni Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Magga Stína komin til Amsterdam Tapsárir unglingar lofuðu að lækka Tveir þriðju vilja að Ísland dragi sig úr Eurovision Halla og Þorbjörg á leið til Kína Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Sjá meira