Dustin Johnson í góðri stöðu fyrir lokahringinn á Masters Ísak Hallmundarson skrifar 14. nóvember 2020 23:01 Dustin Johnson var í stuði í dag. getty/Patrick Smith Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er efstur fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi. Mótið er eitt fjögurra árlegra risamóta í golfi og er haldið ár hvert á Augusta National vellinum. Johnson lék hringinn í dag stórkostlega, eða á sjö höggum undir pari, og er samtals á sextán höggum undir pari í mótinu. Ástralinn Cameron Smith og Mexíkóinn Abraham Ancer eru í öðru sæti á tólf höggum undir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í 3. - 5. sæti á ellefu höggum undir pari. Rory McIlroy átti góðan hring í dag sem hann lék á fimm höggum undir pari og er hann samtals á átta höggum undir pari í 11. sæti. Tiger Woods, sigurvegari Masters í fyrra og einn sigursælasti golfari allra tíma, náði sér ekki almennilega á strik í dag en hann lék á 72 höggum sem er par vallarins. Hann er samtals á fimm höggum undir pari fyrir lokadaginn og situr í 20. sæti. Bein útsending frá lokahringnum á morgun hefst kl. 15:00 á Stöð 2 Golf. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríkjamaðurinn Dustin Johnson er efstur fyrir lokahringinn á Masters mótinu í golfi. Mótið er eitt fjögurra árlegra risamóta í golfi og er haldið ár hvert á Augusta National vellinum. Johnson lék hringinn í dag stórkostlega, eða á sjö höggum undir pari, og er samtals á sextán höggum undir pari í mótinu. Ástralinn Cameron Smith og Mexíkóinn Abraham Ancer eru í öðru sæti á tólf höggum undir pari. Þrír kylfingar eru jafnir í 3. - 5. sæti á ellefu höggum undir pari. Rory McIlroy átti góðan hring í dag sem hann lék á fimm höggum undir pari og er hann samtals á átta höggum undir pari í 11. sæti. Tiger Woods, sigurvegari Masters í fyrra og einn sigursælasti golfari allra tíma, náði sér ekki almennilega á strik í dag en hann lék á 72 höggum sem er par vallarins. Hann er samtals á fimm höggum undir pari fyrir lokadaginn og situr í 20. sæti. Bein útsending frá lokahringnum á morgun hefst kl. 15:00 á Stöð 2 Golf.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira