Tvöfaldur draumur rættist þegar Tiger klæddi hann í græna jakkann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 12:00 Tiger Woods klæðir Dustin Johnson hér í græna jakann fræga eftir sigurinn á Mastersmótinu í gær. AP/Charlie Riedel Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson vann í gær Masters risamótið í golfi á Augusta vellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum og varð um leið sá fyrsti til að klára mótið á tuttugu höggum undir pari. Dustin Johnson er í efsta sætið heimslistans og það er óhætt að segja að hann hafi sýnt það og sannað með frábærri spilamennsku allt mótið. Hann vann Mastersmótið á endanum með fimm högga mun. Johnson sló skormet þeirra Tiger Woods og Jordan Spieth með því að leik á tuttugu höggum undir pari. Woods spilaði á átján höggum undir pari árið 1997 og Spieth jafnaði það árið 2015. It all sinks in. #themasters pic.twitter.com/KOz8ZrjKlP— The Masters (@TheMasters) November 15, 2020 „Þetta var erfitt og ég var stressaður allan daginn,“ sagði Dustin Johnson eftir að sigurinn var í höfn. „Mastersmótið er að mínu mati stærsta risamótið og það sem mig langaði mest til að vinna. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði og kláraði þetta mót,“ sagði Johnson. Hann var í öðru sæti á mótinu í fyrra. „Mér líður ennþá eins og þetta sé bara draumur. Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að vinna Mastersmótið og að Tiger Woods myndi klæða mig í græna jakkann. En ég er hér og þetta er frábær tilfinning. Ég gæti ekki verið spenntari,“ sagði Johnson. Hann upplifði því þennan tvöfaldan draum. Tiger Woods vann Mastersmótið í fyrra og var því sá sem klæddi Dustin Johnson í græna jakkann eftir sigurinn í gær. Dustin Johnson lék líka það eftir Tiger Woods að vera fyrsti efsti maður heimslistans í átján ár til að vinna Mastersmótið eða síðan að Tiger Woods gerði það árið 2002. Dustin Johnson spent his life waiting for this moment. It was everything he d dreamed of. #themasters pic.twitter.com/xxPeMDINQl— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020 Watch every shot of Dustin Johnson's final round.#themasters pic.twitter.com/rnKb8rNiTG— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020 Golf Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Dustin Johnson vann í gær Masters risamótið í golfi á Augusta vellinum í Georgíufylki í Bandaríkjunum og varð um leið sá fyrsti til að klára mótið á tuttugu höggum undir pari. Dustin Johnson er í efsta sætið heimslistans og það er óhætt að segja að hann hafi sýnt það og sannað með frábærri spilamennsku allt mótið. Hann vann Mastersmótið á endanum með fimm högga mun. Johnson sló skormet þeirra Tiger Woods og Jordan Spieth með því að leik á tuttugu höggum undir pari. Woods spilaði á átján höggum undir pari árið 1997 og Spieth jafnaði það árið 2015. It all sinks in. #themasters pic.twitter.com/KOz8ZrjKlP— The Masters (@TheMasters) November 15, 2020 „Þetta var erfitt og ég var stressaður allan daginn,“ sagði Dustin Johnson eftir að sigurinn var í höfn. „Mastersmótið er að mínu mati stærsta risamótið og það sem mig langaði mest til að vinna. Ég er mjög stoltur af því hvernig ég spilaði og kláraði þetta mót,“ sagði Johnson. Hann var í öðru sæti á mótinu í fyrra. „Mér líður ennþá eins og þetta sé bara draumur. Þegar ég var krakki þá dreymdi mig um að vinna Mastersmótið og að Tiger Woods myndi klæða mig í græna jakkann. En ég er hér og þetta er frábær tilfinning. Ég gæti ekki verið spenntari,“ sagði Johnson. Hann upplifði því þennan tvöfaldan draum. Tiger Woods vann Mastersmótið í fyrra og var því sá sem klæddi Dustin Johnson í græna jakkann eftir sigurinn í gær. Dustin Johnson lék líka það eftir Tiger Woods að vera fyrsti efsti maður heimslistans í átján ár til að vinna Mastersmótið eða síðan að Tiger Woods gerði það árið 2002. Dustin Johnson spent his life waiting for this moment. It was everything he d dreamed of. #themasters pic.twitter.com/xxPeMDINQl— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020 Watch every shot of Dustin Johnson's final round.#themasters pic.twitter.com/rnKb8rNiTG— The Masters (@TheMasters) November 16, 2020
Golf Mest lesið Frakkland - Ísland | Hita upp gegn Evrópumeisturunum Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Man. United - Brighton | Tækifæri til að lýsa upp myrkrið í Manchester Enski boltinn Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Kylfingur tók áhættuna og upplifði versta golfdag lífsins McIlroy miður sín yfir ummælum áhorfenda um dóttur hans Efnilegur kylfingur meðal þeirra sem létust í brunanum í Sviss Vilja fá fimmtugan Tiger á gamlingjatúrinn Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Hættur aðeins þrítugur Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Mótið hálfnað og Guðrún Brá enn í góðri stöðu Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Sjá meira