Sjáðu vandræði Tigers Woods á verstu holu hans á ferlinum: Tíu högg á par 3 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. nóvember 2020 15:32 Tiger Woods náði fimm fuglum á síðustu sex holunum eftir hörmungarnar á tólftu. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods klúðraði endanlega titilvörninni sinni á Mastersmótinu í golfi í ár með skelfilegri spilamennsku á par þrjú holu. Tólfta holan á fjórða hring Mastersmótinu í golfi er nú versta holan á ferlinum hjá Tiger Woods. Tiger kláraði holuna á tíu höggum eða sjö höggum yfir pari hennar. Hann setti golfboltann þrisvar í vatnið og var eftir hana kominn þrjú högg yfir par. Tiger fékk reyndar fimm fugla á síðustu sex holunum og endaði mótið á einu höggi undir pari. Þetta er í fyrsta og eina skiptið sem Tiger Woods hefur spilað eina holu á tíu höggum á PGA-mótið. Hann hafði einu spilað holu á níu höggum en það var á Memorial mótinu árið 1997. Tiger hafði líka mest spilað eina holu á átta höggum á risamóti en það gerðist bæði á Opna bandaríska mótinu 1996 og Opna breska mótinu 1997. Það var kaldhæðni örlaganna að í fyrra má segja að Tiger Woods hafi lagt grunninn að sigri sínum á Mastersmótinu í fyrra á þessari sömu tólftu holu. Þá fóru Brooks Koepka, Ian Poulter, Francesco Molinari og Tony Finau allir í vatnið. Hér fyrir neðan má sjá myndband af vandræðum Tiger Woods á þessari sögulegu holu hans. Klippa: Vandræði Tiger Woods á tólftu
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira