Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Nadine Guðrún Yaghi skrifar 16. nóvember 2020 19:00 Ný rannsókn Rannsóknar- og greiningar sýnir að 15 prósent nemenda í 10. bekk hafi notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. Niðurstöðurnar eru byggðar á könnun Rannsóknar- og greiningar sem lögð var fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í 8., 9., og 10. bekk í áttatíu og einum skóla í september og október. Rannsóknin var unnin í samvinnu við sveitarfélögin. Samkvæmt rannsókninni er ekki aukning á vímuefnanotkun nemenda samanborðið við könnun Rannsóknar og greiningar frá því í febrúar, samvera með foreldrum og vinum er meiri og hærra hlutfall nemenda nær átta síma svefni á nóttunni eða um 38 prósent. 14 prósent meta andlega heilsu sína slæma eða mjög slæma Svör barnanna við spurningum á svokölluðum vellíðunarkvarða voru hins vegar ekki eins jákvæð. Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu. „Við sjáum þau lægri núna í október samanborið við það sem könnun okkar sýndi í febrúar. Þar inni eru spurningar eins og að líta bjartsýnum augum til framtíðar og að finnast maður vera að gera gagn. Við sjáum lægri tölur í öllum liðunum,“ segir Margrét Lilja Guðmundsdóttir, sérfræðingur hjá Rannsóknum- og greiningu og lýðheilsufræðingur. Hér sést munurinn á svörum barnanna frá febrúar og nú í október. Grafík/Rannsóknir- og greining Aðeins 27,7 prósent nemenda meta andlega heilsu sína mjög góða samkvæmt könnuninni og 14 prósent slæma eða mjög slæma. „Hlutfallið er lægra núna í október miðað við það sem við sáum í febrúar þannig að vissulega sjáum við ákveðnar vísbendingar um að andlega líðanin sé ekki eins góð og hún var þá,“ segir Margrét. Niðurstöður vellíðunarkvarðans gefi vísbendingar um að kórónuveirufaraldurinn hafi áhrif á andlega heilsu barnanna. „Og það er svo sem ekkert óeðliegt að börnin okkar, sem reyndar eru búin að standa sig eins og hetjur í þessum heimsfaraldri, séu að upplifa breytingar á sinni líðan vegna þess að líf okkar allra er bara gjörólíkt,“ segir Margrét. 15 % barna í tíunda bekk hafa notað nikótínpúða Fimmtán prósent barna í 10. bekk hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. grafík/Rannsóknir- og greining Eins og fyrr segir var ekki aukning á vímuefnanotkun meðal nemedna. Hins vegar var notkun nikótónpúða í fyrsta sinn könnuð. „Það er í raun og veru bara hægt að segja að við greinum neyslu. Við sjáum að það eru fimmtán prósent nemenda í 10. bekk sem hafa notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Og ef við skoðum daglega neyslu þá er hlutfallið rúm níu prósent,“ segir Margrét.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Skóla - og menntamál Nikótínpúðar Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira