Harden hafnaði 6,8 milljörðum á ári og vill komast til Brooklyn Nets Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2020 11:30 James Harden vill komast í burtu frá Houston Rockets. EPA-EFE/ERIK S. LESSER Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. James Harden ætlar ekki að framlengja samning sinn við Houston Rockets þrátt fyrir að það séu miklir peningar í boði fyrir hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að Harden hafi hafnað því að framlengja samning sinn við Houston Rockets sem hefði þýtt að hann hefði orðið fyrsti leikmaðurinn til að fá 50 milljónir dollara á ári í laun eða meira 6,8 milljarða íslenskra króna. James Harden turns down Rockets' $103 million extension, urging trade to Nets https://t.co/Ny817RYif3— Houston Chronicle (@HoustonChron) November 17, 2020 Heimildarmenn ESPN segja að James Harden vilji losna frá Houston Rockets og þá komast til Brooklyn Nets. Harden á eftir þrjú ár af samningi sínum við Houston Rockets og á að fá 133 milljónir dollara fyrir þau. Houston Rockets er búið að bjóða honum 103 milljónir í viðbót fyrir tvö ár ofan á þessi þrjú ár. Harden virðist hins vegar ekki sjá framtíð sína hjá Houston Rockets og er að reyna að pressa á það að vera skipt til Brooklyn Nets. Sources: After turning down an extension offer to become the first $50M a year player in league history, James Harden s message to Houston is clear: Get me to Brooklyn. Rockets and Nets have been in contact, but there s been no meaningful dialogue. https://t.co/qwJOQOxz5U— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 17, 2020 James Harden hefur verið í sambandi við þá Kevin Durant og Kyrie Irving sem eru að fara að hefja sitt fyrsta tímabil saman hjá Brooklyn Nets. Það er ljóst að lið með Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden yrði líklegt til afreka í NBA-deildinni. Brooklyn Nets og Houston Rockets hafa rætt málin en ekkert hefur ennþá komið út úr því samkvæmt frétt ESPN. Houston Rockets vill auðvitað fá mikið fyrir sinn besta mann og félagið er líka í góðri stöðu og með tímann með sér í liði af því að James Harden á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en á því síðasta þá skoraði hann 34,3 stig í leik auk þess að gefa 7,5 stoðsendingar og taka 6,6 fráköst. Hann hefur skorað meira en 30 stig í leik á þessum þremur síðustu tímabilum NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira
Framtíð körfuboltamannsins James Harden hjá Houston Rockets er í uppnámi ef marka má fréttir frá Bandaríkjunum. James Harden ætlar ekki að framlengja samning sinn við Houston Rockets þrátt fyrir að það séu miklir peningar í boði fyrir hann. ESPN hefur heimildir fyrir því að Harden hafi hafnað því að framlengja samning sinn við Houston Rockets sem hefði þýtt að hann hefði orðið fyrsti leikmaðurinn til að fá 50 milljónir dollara á ári í laun eða meira 6,8 milljarða íslenskra króna. James Harden turns down Rockets' $103 million extension, urging trade to Nets https://t.co/Ny817RYif3— Houston Chronicle (@HoustonChron) November 17, 2020 Heimildarmenn ESPN segja að James Harden vilji losna frá Houston Rockets og þá komast til Brooklyn Nets. Harden á eftir þrjú ár af samningi sínum við Houston Rockets og á að fá 133 milljónir dollara fyrir þau. Houston Rockets er búið að bjóða honum 103 milljónir í viðbót fyrir tvö ár ofan á þessi þrjú ár. Harden virðist hins vegar ekki sjá framtíð sína hjá Houston Rockets og er að reyna að pressa á það að vera skipt til Brooklyn Nets. Sources: After turning down an extension offer to become the first $50M a year player in league history, James Harden s message to Houston is clear: Get me to Brooklyn. Rockets and Nets have been in contact, but there s been no meaningful dialogue. https://t.co/qwJOQOxz5U— Adrian Wojnarowski (@wojespn) November 17, 2020 James Harden hefur verið í sambandi við þá Kevin Durant og Kyrie Irving sem eru að fara að hefja sitt fyrsta tímabil saman hjá Brooklyn Nets. Það er ljóst að lið með Kevin Durant, Kyrie Irving og James Harden yrði líklegt til afreka í NBA-deildinni. Brooklyn Nets og Houston Rockets hafa rætt málin en ekkert hefur ennþá komið út úr því samkvæmt frétt ESPN. Houston Rockets vill auðvitað fá mikið fyrir sinn besta mann og félagið er líka í góðri stöðu og með tímann með sér í liði af því að James Harden á enn eftir þrjú ár af samningi sínum. James Harden hefur verið stigakóngur NBA-deildarinnar undanfarin þrjú tímabil en á því síðasta þá skoraði hann 34,3 stig í leik auk þess að gefa 7,5 stoðsendingar og taka 6,6 fráköst. Hann hefur skorað meira en 30 stig í leik á þessum þremur síðustu tímabilum
NBA Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Sjá meira