„Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum“ Anton Ingi Leifsson skrifar 17. nóvember 2020 19:00 Arnar Guðjónsson tekur við verðlaununum sínum eftir sinn fyrsta titil sem þjálfari á Íslandi á síðustu leiktíð er Stjarnan varð bikarmeistari. Vísir/Bára Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar í Dominos-deild karla, segir að nú sé kominn tími til að opna íþróttahúsin og leyfa afreksíþróttafólki landsins að æfa. Þetta sagði hann í samtali við Guðjón Guðmundsson í Sportpakka kvöldsins. Þjálfarar í Dominos deildunum sendu frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir skoruðu á stjórnvöld að leyfa afreksfólki að æfa en körfuboltinn hefur verið á ís síðan í byrjun október. „Það eru allir settir undir sama hatt í íþróttahreyfingunni og það er sama hvort að það séu menn sem hafa þetta að fullri atvinnu, fá eitthvað greitt fyrir þetta eða menn eins og ég og þú sem ætlum á hlaupabretti,“ sagði Arnar í samtali við Guðjón Guðmundsson. „Að þetta sé allt sett undir sama hatt finnst okkur ósanngjarnt. Þá sérstaklega í ljósi þess að mönnum er bannaður aðgangur að vinna að einhverju leyti. Bara að halda líkamanum hjá sér við með því að æfa, því við viljum geta haldið okkur fyrir svo að þegar landið opnast, þá getum við hafið keppni.“ „Það gleymist í þessu að þetta eru atvinnutækið hjá mörgum, sérstaklega hjá eldri leikmönnunum, og yngri leikmennirnir eru að stunda þennan lífstíl. Það er í raun og veru hjá ungum drengjum og stúlkum búið að snúa lífinu þeirra við í góðar 180 gráður. Þau fá ekki að mæta í skólann, þau fá ekki að stunda áhugamálið sitt, það er öllu lokað. Þetta getur ekki verið gott fyrir hvorki geðheilsu né líkamann hjá þessum börnum. Það er alveg á hreinu.“ Arnar gefur lítið fyrir skýringar þríeykisins að það sé spilað erlendis vegna þess að það eru atvinnumannadeildir og hér heima sé það ekki uppi á teningnum. „Í Skandinavíu er alls staðar spilað. Maður hefur heyrt að rökin séu að þau séu að spila því þetta eru atvinnumannadeildir. Þarna erum við testaðir 2-3 sinnum á dag hefur maður heyrt. Þetta er firra. Þetta er ekki rétt. Það eru menn hér sem hafa þjálfað í þessum deildum og þekkja þetta. Þetta er eins og á Íslandi. Það eru strákar í skóla og vinnu að spila í þessum deildum.“ „Við erum alveg tilbúnir að fara í COVID test áður en við fáum að æfa en þegar að það er verið að halda því fram að munurinn sé atvinnumannadeildir þá er það bara rangt.“ Eins og áður segir sendu þjálfararnir yfirlýsingu frá sér í gær og hann vonast eftir svörum hið fyrsta frá heilbrigðisráðuneytinu. „Það sagði enginn orð þegar mótið var flautað af í vor og við sýndum því skilning. Núna verðum við að fá að halda líkamanum okkar við. Það er ekki verið að öskra að við eigum að spila leik á morgun.“ Allt viðtalið við Arnar má sjá og heyra hér að neðan. Klippa: Sportpakkinn - Arnar Guðjónsson
Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25 Mest lesið Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Handbolti Þjálfari Ísaks sagði liðinu að halda kjafti fram að jólafríi Fótbolti „Við vorum teknir í bólinu“ Körfubolti Glódís leiddi Bæjara til sigurs í París Fótbolti „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Handbolti Fleiri fréttir „Við vorum teknir í bólinu“ „Nú er tími til þess að sýna að við getum gert betur“ Nýr Kani á leið til Ármanns: „Getur vonandi leyst ýmsa hluti fyrir okkur“ Erfitt að fylla skarð Marios: „Þurfum að finna nýjar lausnir“ Uppgjörið: Njarðvík - Ármann 99-75 | Biðin eftir fyrsta sigrinum lengist Þór Þ. - Stjarnan 99-97 | Langþráðum sigri fagnað í Þorlákshöfn Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól KR - Valur 89-99 | Valsmenn unnu nágrannaslaginn Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Michael Jordan gefur meira en milljarð króna Ætla að keyra upp hraðann og koma sér á toppinn Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína Manchester United með lið í NBA LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Uppgjörið: Portúgal - Ísland 100-70 | Heit kartafla í Portúgal Sú dáðasta í sögu liðsins mætti í dulargervi og plataði alla Þrjár breytingar fyrir leikinn mikilvæga í kvöld Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Martin stigahæstur á leið í undanúrslit Stelpurnar okkar skelltu sér í sjóinn Fauk í Draymond Green: „Hann hélt bara áfram að kalla mig konu“ LeBron nálgast endurkomu og met Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Elvar með flestar stoðsendingar í sigri Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Sjá meira
Þjálfarar í Dominos deildunum skora á yfirvöld: „Undarlegt að nánast öll íþróttahreyfingin sé sett undir sama hatt“ Þjálfarar í Dominos-deildum karla og kvenna hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau skora á stjórnvöld að leyfa æfingar. 16. nóvember 2020 17:25