Nýjar reglur um samkomutakmarkanir: Hægt að fara í klippingu og börnin komast á æfingar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 06:30 Allar símalínur hafa verið rauðglóandi hjá klippurum og rökurum síðan breytingarnar voru tilkynntar fyrir helgi enda búið að vera lokað á hárgreiðslustofum í margar vikur og það styttist í jólin. Vísir/Vilhelm Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja hana. Helstu breytingarnar eru þær að nú mega hárgreiðslu- og snyrtistofur opna aftur, æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt inni og úti og í framhaldsskólum mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað tíu áður. Skylt er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Takmarkanir á samkomum 18. nóvember til og með 1. desembert 2020.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, November 17, 2020 Þá er þeim sem hafa fengið Covid-19 og þeim sem ekki geta notað grímur, til dæmis af heilsufarsástæðum, veitt undanþága frá grímuskyldu. Að auki verða nemendur í 5.-7. bekk undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nálægðarmörkum, líkt og yngri nemendur í leik- og grunnskólum. Grímuskylda kennara í 1.-7. bekk er einnig afnumin og þá mega nemendahópar blandast á útisvæðum leik-og grunnskóla. Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Grímuskylda afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla sem og tveggja metra nálægðarmörk. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Þá má lesa nánar um þær reglur sem gilda í leik-og grunnskólum á vef menntamálaráðuneytisins. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Nýjar reglur um samkomutakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi á miðnætti. Enn er tíu manna samkomubann, tveggja metra regla og grímuskylda þar sem ekki er unnt að tryggja hana. Helstu breytingarnar eru þær að nú mega hárgreiðslu- og snyrtistofur opna aftur, æfingar, íþróttastarf og æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt inni og úti og í framhaldsskólum mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað tíu áður. Skylt er að nota andlitsgrímur ef ekki er hægt að tryggja tveggja metra fjarlægð. Takmarkanir á samkomum 18. nóvember til og með 1. desembert 2020.Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Tuesday, November 17, 2020 Þá er þeim sem hafa fengið Covid-19 og þeim sem ekki geta notað grímur, til dæmis af heilsufarsástæðum, veitt undanþága frá grímuskyldu. Að auki verða nemendur í 5.-7. bekk undanþegnir grímuskyldu og tveggja metra nálægðarmörkum, líkt og yngri nemendur í leik- og grunnskólum. Grímuskylda kennara í 1.-7. bekk er einnig afnumin og þá mega nemendahópar blandast á útisvæðum leik-og grunnskóla. Breytingarnar sem tóku gildi á miðnætti eru eftirfarandi: Starfsemi og þjónusta sem krefst snertingar milli fólks verður leyfð með þeim skilyrðum að notast sé við andlitsgrímur. Þetta á við um s.s. hárgreiðslustofur, nuddstofur, öku- og flugkennslu og sambærilega starfsemi. Hámarksfjöldi viðskiptavina á sama tíma er 10 manns. Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman. Grímuskylda afnumin í 5.-7. bekk grunnskóla sem og tveggja metra nálægðarmörk. Í skólastarfi á framhaldsskólastigi mega nemendur og starfsmenn vera að hámarki 25 í hverju rými í stað 10 áður en ber að nota andlitsgrímur sé ekki unnt að halda 2 metra fjarlægð. Veitt er undanþágu frá grímuskyldu þeim sem ekki geta notað grímur, t.d. af heilsufarsástæðum eða ef viðkomandi skortir þroska eða skilning til að bera grímu. Þeir sem fengið hafa COVID-19 eru einnig undanþegnir grímuskyldu geti þeir sýnt gilt vottorð þess efnis. Þá má lesa nánar um þær reglur sem gilda í leik-og grunnskólum á vef menntamálaráðuneytisins.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Tilkynnt um par að slást Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira