„Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:08 Thor Aspelund er prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands og fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Almannavarnir Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði við Háskóla Íslands, segir nauðsynlegt að halda út í sóttvarnaaðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins fram í miðjan desember svo ekki komi bakslag rétt fyrir jól. Hann segir þróunina á faraldrinum í rétta átt, vonandi sé smitstuðullinn undir einum og haldist þannig enda sé ekki verið að gera miklar breytingar á samkomutakmörkunum næstu tvær vikurnar. Thor fer fyrir teyminu við HÍ sem vinnur spálíkan um líklega þróun Covid-19 á Íslandi. Hann var í viðtali í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær. „Það er tíu manna samkomubann og svo framvegis þannig að ef þetta heldur áfram í þessum farvegi þá eigum við eftir að sjá vonandi lágar tölur um mánaðamótin en þá er um að gera að halda þetta út svo það komi ekki bakslag,“ sagði Thor. Aðspurður hvort ætla mætti að þjóðin gæti haldið gleðileg jól sagðist hann telja að hægt væri að gera ráð fyrir því „ef við höldum þessu góða gengi alveg inn í miðjan des. Ef við gleymum okkur ekki í byrjun des og höldum að allt sé komið í fína lag. Þá kemur nefnilega bakslagið akkúrat sirka 20. des. rétt fyrir jólin. Það er reynslan sem er að myndast núna.“ En hvernig eigum við að gera þetta næstu daga þrátt fyrir afléttingar? Hvernig eigum við að gera þetta til þess að við getum haldið gleðileg jól? „Gefa krökkunum rými, leyfa þeim að njóta þess núna að fá að hittast aðeins. Höldum okkur til baka, verum aðeins hlédræg. Höldum þetta út inn í miðjan des og sjáum þessar tölur fara almennilega niður, núll, eitt, tvö smit á dag og þá getum við kannski farið að skoða eitthvað málin,“ sagði Thor. Viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér fyrir neðan sem og frétt Stöðvar 2 um nýjar reglur um samkomutakmarkanir sem tóku gildi á miðnætti.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira