Bæði námsárangur og líðan verri vegna Covid-19 Nadine Guðrún Yaghi og Samúel Karl Ólason skrifa 18. nóvember 2020 19:08 Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Næstum annar hver nemandi á fyrsta ári í framhaldsskóla metur námsárangur sinn verri en í venjulegu árferði samkvæmt nýrri rannsókn um áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan ungmenna. Næstum helmingur segir að faraldurinn hafi slæm áhrif á andlega heilsu. Teymi hjá sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hefur unnið að rannsókninni. Hún er partur af langtímarannsókninni LIFECOURSE, sem er framkvæmd undir forystu Ingu Dóru Sigfúsdóttur, prófessors við sálfræðideildina, og þar sem fylgst hefur verið með börnum fæddum árið 2004 frá því þau voru í móðurkviði. Ákveðið var að rannsaka áhrif kórónuveirufaraldursins á líðan barnanna sem í dag eru 16 ára. Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR.Vísir/Egill „Og eru á skrítnum tímum þegar Covid-19 skellur á. Af því að þau eru á síðasta ári í grunnskóla þegar fyrsta bylgjan skellur á og núna eru þau sem fóru í framhaldsskóla á fyrsta ári þar,“ segir Þórhildur Halldórsdóttir, lektor í sálfræði við HR. Í úrtakinu voru 400 ungmenni. Þórhildur segir það hafa komið á óvart hve víðtæk áhrif faraldurinn hefur haft á börnin. „Það sem er mjög sláandi er að um helmingur er að segja að þetta hafi slæm áhrif á andlega heilsu.“ Meira sé um kvíða og depurð. „Ef maður spyr hreint út: „Hvernig eru þið að upplifa þetta? Er aukning í depurð, kvíða, áhyggjum eða því um líkt?“ þá er rosalega hátt hlutfall að segja já við því,“ segir Þórhildur. Vísir/HÞ „Ungmenni hafa áhyggjur af því að aðrir smitast. Þeim finnst voða erfitt að geta ekki hitt vini sína og svo er það þetta breytta fyrirkomulag sem varðar kennslu og bara almennt í rútínu hjá þeim. Það er að hafa mjög slæm áhrif.“ Vísir/HÞ Hér sjást breytingar á því hvernig börnin upplifa námsárangur sinn í fyrstu og þriðju bylgju. Í fyrstu bylgju upplifðu 32 prósent námsárangurinn verri en í venjulegu árferði en 43,9 prósent upplifa hann verri í þriðju bylgju. Vísir/HÞ „Núna í þriðju bylgju er þetta búið að hækka og það er alveg einn af hverjum tveimur til þremur sem segir þetta hafa slæm áhrif á námsárangur.“ Krakkarnir séu í fyrsta sinn í Menntaskóla og líklegt að ekki myndist sterk sambönd við kennara samnemendur. „Svo er þetta líka sérstakur aldur að því leyti að það eru margar líffræðilegar breytingar að eiga sér stað,“ segir Þórhildur. Fylgst verður með langtímaáhrifum hjá hópnum og þau spurð aftur eftir nokkra mánuði.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira