Rússar vilja geta lokað á bandaríska samfélagsmiðla Kjartan Kjartansson skrifar 19. nóvember 2020 10:35 RT er á meðal fjölmiðla sem Twitter merkir sem ríkisfjölmiðil. RT er fjármagnað af rússneska ríkinu og sendir út fréttir og umræðuþætti um heimsmál út frá rússnesku sjónarhorni. Gagnrýnendur stöðvarinnar halda því fram að hún sé lítið annað en áróðurstæki fyrir rússnesk stjórnvöld. Vísir/Getty Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“. Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Frumvarp var lagt fyrir rússneska þingið í dag sem gerði þarlendum stjórnvöldum kleift að takmarka aðgang að bandarískum samfélagsmiðlum væru þeir taldir mismuna rússneskum fjölmiðlum. Þingmenn stjórnarflokks Vladímírs Pútín forseta leggja frumvarpið fram vegna óánægju með hvernig miðlarnir hafa tekið á rússneskum ríkisfjölmiðlum. Twitter greip til þess ráðs fyrr á þessu ári að merkja sérstaklega aðganga ríkisfjölmiðla, þar á meðal nokkurra rússneskra fjölmiðla eins og RT, RIA Novosti og Crimea 24. Rússnesk stjórnvöld mótmæltu því á sínum tíma. Í greinargerð með frumvarpinu segir að það liggi á að samþykkja það vegna „fjölda tilfella órökstuddra takmarkana á aðgang rússneskra borgara að upplýsingum í rússneskum fjölmiðlum af hálfu ákveðinna netfyrirtækja“, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Dmitrí Peskov, talsmaður Pútín, segir leiðir til þess að glíma við vandamálið nauðsynlegar. „Það er sannarlega mismunun gegn rússneskum viðskiptavinum þessarar þjónustu í gangi,“ fullyrti hann. Verði frumvarpið að lögum gætu ríkissaksóknari og utanríkisráðuneyti Rússlands skilgreint hvaða netfyrirtæki takmarka aðgang að „samfélagslega mikilvægum upplýsingum á grundvelli þjóðernis, tungumáls eða í tengslum við refsiaðgerðir gegn Rússlandi eða borgurum þess“.
Rússland Twitter Samfélagsmiðlar Tækni Fjölmiðlar Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira