Haraldur Franklín númer 666 á heimslistanum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2020 16:01 Haraldur Franklín Magnús keppir á Áskorendamótaröðinni. getty/David Cannon Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum. Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Haraldur Franklín Magnús, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, fór upp um 73 sæti á heimslista atvinnukylfinga sem gefinn er út í hverri viku. Haraldur var í 739. sæti í síðustu viku en er nú kominn upp í sæti númer 666. Þessi alræmda tala er kölluð tala dýrsins, eða tala djöfulsins eins og segir í 13. kafla og 18. versi Opinberunarbókar Biblíunnar. Hér reynir á speki. Sá sem skilning hefur reikni tölu dýrsins því að tala manns er það og tala hans er sex hundruð sextíu og sex. Það væri vel við hæfi fyrir Harald Franklín að skella plötu bresku þungarokkshljómsveitarinnar Iron Maiden, The Number of the Beast, frá 1982 á fóninn við þessi tímamót. Í titillagi plötunnar syngur Bruce Dickinson um tölu dýrsins af sinni alkunnu snilld. watch on YouTube Haraldur er næstefstur íslensku kylfinganna á heimslistanum. Guðmundur Ágúst Kristjánsson úr GR er efstur, eða í 558. sæti. Hann fór niður um níu sæti milli vikna. Nokkuð langt er niður í þriðja Íslendinginn á heimslistanum, Axel Bóasson úr GK, sem er í 1316. sæti. Haraldur Franklín var í 599. sæti heimslistanum í lok síðasta árs. Besti árangur hans á heimslistanum er 596. sæti. Haraldur Franklín er eini íslenski karlinn sem hefur keppt á risamóti í golfi. Hann var á meðal þáttakenda á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum.
Golf Mest lesið Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Hákon fékk fyrst á sig sjálfsmark og svo var hann klobbaður Enski boltinn Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti Mateta skaut niður Man. United á Old Trafford Enski boltinn „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport Albert skoraði á móti gömlu félögunum Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira