Sport

Það missti enginn and­litið við að lesa nýjustu til­kynningu McGregor

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Conor McGregor snýr aftur í búrið í janúar og það ætlar að reynast honum erfitt að standa við stóru orðin.
Conor McGregor snýr aftur í búrið í janúar og það ætlar að reynast honum erfitt að standa við stóru orðin. Getty/Steve Marcus

Það fór auðvitað þannig að Conor McGregor var ekki hættur enda ekki í fyrsta sinn sem hann dregur slíka yfirlýsingu til baka.

Conor McGregor gaf það út á heimasíðu sinni í gær að hann væri búinn að gera samning um bardaga á móti Dustin Poirier í janúar.

Conor og Dustin Poirier eiga eftir að staðfesta hvar bardaginn fer fram þann 23. janúar næstkomandi en líklegast er að hann verði í Abú Dabí.

Conor McGregor er orðinn 32 ára gamall og tilkynnti það í júní síðastliðnum að hann væri hættur keppni. Hann barðist síðast við Donald Cerrone í janúar og fagnaði þá sigri.

Conor tilkynnti einnig að hann væri hættur bæði 2016 og 2019 en skipti síðan um skoðun og hefur nú gert það í þriðja sinn á ferlinum. Það missti því enginn andlitið við að lesa þessar fréttir.

McGregor hefur barist áður við Dustin Poirier en hann kláraði hann í fyrstu lotu árið 2014.

„Ég er mjög þakklátur fyrir það að geta snúið aftur og fá að gera það sem ég elska,“ sagði Conor McGregor í yfirlýsingu sinni.

MMA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×