Yfirmaður siðanefndar segir af sér eftir að Johnson lýsti stuðningi við ráðherra Kjartan Kjartansson skrifar 20. nóvember 2020 12:25 Johnson stendur þétt að baki Priti Patel, innanríkisráðherra, sem er talin hafa kúgað undirmenn sína í ráðuneytinu. Vísir/EPA Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. Niðurstaða rannsóknar Alex Allan, siðaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á framferði Priti Patel, innanríkisráðherra, var að hegðun hennar mætti lýsa sem „kúgandi“ [e. bullying] þó að hugsanlega hafi það ekki verið með ráðum gert. Patel sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar á að hegðun sín hefði „valdið fólki uppnámi í fortíðinni“. Johnson sagðist í yfirlýsingu um niðurstöður skýrslu Allan bera „fullt traust“ til Patel eftir að hún baðst afsökunar á að hafa „óviljandi“ valdið samstarfsfólki sínu uppnámi. Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa komið Patel til varnar í dag. Allan tilkynnti um afsögn sína þegar Johnson birti yfirlýsinguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann sagðist gera sér grein fyrir að það væri forsætisráðherrans að meta hvort að framferði ráðherra bryti gegn siðareglum. „En mér finnst það rétt að ég segi nú af mér embætti sem óháðar ráðgjafi forsætisráðherrans um siðareglurnar,“ sagði hann. Nokkrir opinberir starfsmenn sökuðu Patel um að leggja sig í einelti eða beita þá kúgun. Philip Rutnam, hæst setti opinberi starfsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði af sér í mars og sagði þá að Patel hefði lítillækkað starfsmenn og skapað andrúmsloft ótta í ráðuneytinu. AP-fréttastofan segir að forsætisráðuneyti Johnson hafi tafið birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar á Patel um margra mánaða skeið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írafár skapast í kringum Patel. Þegar hún var ráðherra alþjóðlegrar þróunar árið 2017 kom í ljós að hún fundað á laun með stjórnmálaleiðtogum og samtökum í Ísrael í fylgd með áhrifamiklum málafylgjumanni Ísraels innan Íhaldsflokksins. Hún lét utanríkisráðuneytið ekki vita af erindrekstri sínum í Ísrael og var neydd til að segja af sér í kjölfarið. Bretland Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira
Ráðgjafi bresku ríkisstjórnarinnar um siðareglur ráðherra sagði af sér í dag eftir að Boris Johnson, forsætisráðherra, lýsti yfir stuðningi við ráðherra sem er talinn hafa sýnt af sér kúgunartilburði gagnvart starfsmönnum ráðuneytis síns. Niðurstaða rannsóknar Alex Allan, siðaráðgjafa ríkisstjórnarinnar, á framferði Priti Patel, innanríkisráðherra, var að hegðun hennar mætti lýsa sem „kúgandi“ [e. bullying] þó að hugsanlega hafi það ekki verið með ráðum gert. Patel sendi frá sér yfirlýsingu og baðst afsökunar á að hegðun sín hefði „valdið fólki uppnámi í fortíðinni“. Johnson sagðist í yfirlýsingu um niðurstöður skýrslu Allan bera „fullt traust“ til Patel eftir að hún baðst afsökunar á að hafa „óviljandi“ valdið samstarfsfólki sínu uppnámi. Fleiri ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa komið Patel til varnar í dag. Allan tilkynnti um afsögn sína þegar Johnson birti yfirlýsinguna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann sagðist gera sér grein fyrir að það væri forsætisráðherrans að meta hvort að framferði ráðherra bryti gegn siðareglum. „En mér finnst það rétt að ég segi nú af mér embætti sem óháðar ráðgjafi forsætisráðherrans um siðareglurnar,“ sagði hann. Nokkrir opinberir starfsmenn sökuðu Patel um að leggja sig í einelti eða beita þá kúgun. Philip Rutnam, hæst setti opinberi starfsmaður innanríkisráðuneytisins, sagði af sér í mars og sagði þá að Patel hefði lítillækkað starfsmenn og skapað andrúmsloft ótta í ráðuneytinu. AP-fréttastofan segir að forsætisráðuneyti Johnson hafi tafið birtingu niðurstaðna rannsóknarinnar á Patel um margra mánaða skeið. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem írafár skapast í kringum Patel. Þegar hún var ráðherra alþjóðlegrar þróunar árið 2017 kom í ljós að hún fundað á laun með stjórnmálaleiðtogum og samtökum í Ísrael í fylgd með áhrifamiklum málafylgjumanni Ísraels innan Íhaldsflokksins. Hún lét utanríkisráðuneytið ekki vita af erindrekstri sínum í Ísrael og var neydd til að segja af sér í kjölfarið.
Bretland Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Fleiri fréttir Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Sjá meira