Byrjaðir á fyrsta áfanga vegar um Gufudalssveit Kristján Már Unnarsson skrifar 20. nóvember 2020 23:00 Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks, á vinnusvæðinu norðaustan Skálaness. Egill Aðalsteinsson Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin: Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Vinna er hafin við sjö kílómetra vegagerð í Gufudalssveit en þetta er fyrsti áfangi hins umdeilda Teigsskógarvegar. Í sveitinni er því fagnað að verkið skuli hafið. Myndir frá vegagerðinni mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Átta manna vinnuflokkur Borgarverks hóf verkið í byrjun október en kaflinn er milli Skálaness og Gufudals. Hann liggur reyndar ekki í gegnum Teigsskóg en er fyrsti áfanginn í vegagerð sem á endanum er ætlað að fara um hið umdeilda vegstæði. Vinnuvélar og starfsmenn Borgarverks endurbyggja vegarkaflann milli Skálaness og Gufudals. Fjær sést yfir á Hallsteinsnes og í Teigsskóg og enn fjær í mynni Þorskafjarðar.Egill Aðalsteinsson Það sást þó ekki mikill skógur á svæðinu sem starfsmenn Borgarverks voru að ryðja. „Nei, þetta er bara svona hlíð. Og eins og á Vestfjörðum, svona klappir og drulla,“ sagði Óskar Sigvaldason, framkvæmdastjóri Borgarverks. Allur vegarkaflinn mun strax næsta sumar verða hluti Vestfjarðavegar en meginhlutinn verður í framtíðinni sveitavegur inn í Gufudal þegar vegurinn um sjálfan Teigsskóg klárast. Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal.Egill Aðalsteinsson „Við Gufsararnir í Fremri-Gufudal fögnum þessu. Og erum bara ótrúlega sátt við þetta og hvað þetta rann ljúft í gegnum úrskurðarnefndina,“ sagði Jóhanna Ösp Einarsdóttir, tómstundafulltrúi í Fremri-Gufudal. „Og erum bara bjartsýn á að börnin okkar fái að keyra nýjan veg í skólann,“ bætti hún við. Starfsmenn Borgarverks eru í fæði og húsnæði í Gufudal.Egill Aðalsteinsson Starfsmenn Borgarverks halda til í Gufudal og eru þar í fæði og húsnæði en einnig eru nokkrir heimamenn í vinnuflokknum. „Þessir starfsmenn vegagerðarinnar munu náttúrlega lifa með okkur og starfa næstu misseri. Og auðvitað mun það hafa sín áhrif, bæði á mannlífið og síðan allan annan rekstur,“ sagði Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps. Ingibjörg Birna Erlingsdóttir, sveitarstjóri Reykhólahrepps.Egill Aðalsteinsson „Við ætlum að klára hérna 15. júlí næsta sumar með klæðningu á 6,6 kílómetrum. Það á alveg að nást, ef veðrið er gott,“ segir framkvæmdastjóri Borgarverks. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá viðtöl við bændur í Gufudalssveit sem tekin voru fyrir þremur árum um vegamálin:
Teigsskógur Reykhólahreppur Samgöngur Umferðaröryggi Umhverfismál Byggðamál Tengdar fréttir Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28 Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28 Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Óvíst hvort dómsmálum vegna Teigsskógar sé lokið Landvernd telur að kærumöguleikar til að koma í veg fyrir vegagerð um Teigsskóg séu að öllum líkindum uppurnir. Vegagerðarmenn telja þó að þetta umdeilda verk geti enn ratað fyrir dómstóla. 5. október 2020 22:28
Fagnar úrskurði um framkvæmdaleyfi og segir veg um Teigsskóg verða byltingu fyrir Vestfirði Bergþóra Þorkelsdóttir, vegamálastjóri, fagnar úrskurði sem úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála kvað upp í gær um að framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg stæði. 2. október 2020 16:28
Bjóða út fyrsta áfanga vegar í Gufudalssveit Vegagerðin hefur boðið út endurbyggingu og breikkun Vestfjarðavegar á 6,6 kílómetra kafla frá Gufudalsá að Skálanesi. Þetta er fyrsti áfanginn í hinu umdeilda verkefni um Teigsskóg. 14. júlí 2020 10:58