Segir nikótínfíkn meðal unglinga áhyggjuefni og kallar eftir lagasetningu Nadine Guðrún Yaghi skrifar 21. nóvember 2020 12:11 Notkun nikótínpúða hefur færst í aukana meðal ungmenna Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. Rannsóknir- og greining leggja árlega könnun fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Nú í september og október var könnun lögð fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í áttatíu og einum skóla víðs vegar á landinu. Notkun svokallaðra nikótínpúða var í fyrsta sinn könnuð hjá hópnum og í ljós kom að næstum einn af hverjum tíu nemendum í 10. bekk falla undir flokk daglegra notenda. Þá höfðu fimmtán prósent tíundubekkinga notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, hefur áhyggjur af þróuninni. „Við sjáum að krakkar eru að nota þessa púða og nikótínnotkun er mjög ávanabindandi og það er bara mjög slæmt að unglingar séu að nota þessa púða og verða háðir nikótíni,“ segir Hafsteinn Viðar. Koma þessar tölur á óvart? „Ég get ekki sagt það því við sjáum að það hefur dregið töluvert úr rafrettunotkun og við sjáum líka að sala á íslenska neftóbakinu hefur dregist saman um helmning þannig við áttum von á því að sjá töluverða notkun í þessum aldurshópi,“ segir Hafsteinn Viðar. Embætti landlæknis gerði könnun á notkun fullorðinna á nikótínpúðum í sumar en þar kom fram að tæplega tuttugu prósent karlamanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Hafsteinn Viðar segir lagaumgjörð skorta utan um þessa vöru. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur,“ segir Hafsteinn. Frumvarp um nikótínpúða sé nú í vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu. „En sem stendur gilda engin lög um þetta,“ segir Hafsteinn sem telur brýnt að brugðist verði fljótt við þróuninni. Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Börn og uppeldi Nikótínpúðar Tengdar fréttir Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Verkefnisstjóri tóbaksvarna hefur miklar áhyggjur af niktótínpúðanotkun meðal unglinga en fimmtán prósent nemenda í 10. bekk hafa notað slíka púða. Hann segir brýnt að setja lög um aldurstakmörk og innihaldslýsingar. Rannsóknir- og greining leggja árlega könnun fyrir nemendur í 8., 9. og 10. bekk. Nú í september og október var könnun lögð fyrir rúmlega níu þúsund nemendur í áttatíu og einum skóla víðs vegar á landinu. Notkun svokallaðra nikótínpúða var í fyrsta sinn könnuð hjá hópnum og í ljós kom að næstum einn af hverjum tíu nemendum í 10. bekk falla undir flokk daglegra notenda. Þá höfðu fimmtán prósent tíundubekkinga notað nikótínpúða einu sinni eða oftar um ævina. Hafsteinn Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá Landlækni, hefur áhyggjur af þróuninni. „Við sjáum að krakkar eru að nota þessa púða og nikótínnotkun er mjög ávanabindandi og það er bara mjög slæmt að unglingar séu að nota þessa púða og verða háðir nikótíni,“ segir Hafsteinn Viðar. Koma þessar tölur á óvart? „Ég get ekki sagt það því við sjáum að það hefur dregið töluvert úr rafrettunotkun og við sjáum líka að sala á íslenska neftóbakinu hefur dregist saman um helmning þannig við áttum von á því að sjá töluverða notkun í þessum aldurshópi,“ segir Hafsteinn Viðar. Embætti landlæknis gerði könnun á notkun fullorðinna á nikótínpúðum í sumar en þar kom fram að tæplega tuttugu prósent karlamanna á aldrinum 18 til 34 ára nota nikótínpúða. Hafsteinn Viðar segir lagaumgjörð skorta utan um þessa vöru. „Við þurfum að fá skýran lagaramma utan um nikótínpúða þar sem er tekið á aldurstakmarki, innihaldslýsingum og umgjörð um innflutning og sölu á svipaðan hátt og er gert með rafrettur,“ segir Hafsteinn. Frumvarp um nikótínpúða sé nú í vinnslu í heilbrigðisráðuneytinu. „En sem stendur gilda engin lög um þetta,“ segir Hafsteinn sem telur brýnt að brugðist verði fljótt við þróuninni.
Áfengi og tóbak Heilbrigðismál Fíkn Börn og uppeldi Nikótínpúðar Tengdar fréttir Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00 Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01 Mest lesið Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent Fleiri fréttir Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Sjá meira
Einn af hverjum tíu nemendum í tíunda bekk nota níkótínpúða Ný rannsókn sýnir að andlegri heilsu barna í efstu árgöngum grunnskóla hefur hrakað síðan kórónuveirufaraldurinn fór af stað. Þá kemur í ljós að næstum einn af hverjum tíu unglingum í tíunda bekk notar nikótínpúða daglega. 16. nóvember 2020 19:00
Allt að fjögur símtöl á dag vegna barna sem gleypa nikótínpúða Eitrunarmiðstöð Landspítalans berast allt að fjögur símtöl á dag vegna barna og ungmenna sem hafa innbyrt nikótínpúða eða rafrettuvökva. Yfirlæknir á bráðamóttöku segir efnin geta reynst börnum banvæn. 9. nóvember 2020 19:01