Segir faraldurinn valda því að fjöldi mikilvægra mála sé enn óleystur Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. nóvember 2020 14:11 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Vilhelm Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni. Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, telur að á meðan stjórnvöld hafi brugðist við þeim áhrifum sem kórónuveirufaraldurinn hefur haft á Íslandi hafi „fjöldi óleystra stórmála legið óbættur hjá garði.“ Þetta sagði Sigmundur í ræðu sinni á aukalandsþingi Miðflokksins í dag. „Mörg þessara mála voru orðin aðkallandi löngu áður en faraldurinn hófst. Vandi tugþúsunda lítilla og meðalstórra fyrirtækja, vandi heilbrigðiskerfisins, eldri borgararnir sem máttu ekki bíða lengur eftir leiðréttingu sinna mála, landbúnaðurinn sem þegar var komin í verulega hættu. Þannig mætti lengi telja,“ sagði Sigmundur. Hann sagði tímabært að ræða þessi mál, ásamt öðrum óleystum viðfangsefnum. „Því að ef faraldurinn verður til þess að við vanrækjum þau verður tjónið af þessu tímabundna ástandi varanlegt og miklu meira en sá gríðarlegi efnahagsskaði sem þegar hefur orðið.“ Hann sagðist þá telja að oft væri meira lagt í framsetningu þeirra en aðgerðirnar sjálfar. „Ríkisstjórnin hefur reglulega haldið glærukynningar til að auglýsa viðbrögð sín við ástandinu hverju sinni. Oft virðist þó meiri vina hafa verið lögð í sýninguna, umbúðirnar, en tillögurnar sjálfar. Jafnvel hinar stærstu þeirra hafa að engu orðið,“ sagði Sigmundur í dag. Hann sagði að Miðflokkurinn hefði þó stutt allar þær aðgerðir sem hann teldi koma að gagni, þó þær kynnu að vera ólíkar þeim sem flokkurinn hefði viljað ráðast í. Landbúnaður, heilbrigðiskerfið og hælisleitendamál Í ræðu sinni vék Sigmundur máli sínu að þeim málaflokkum þar sem hann taldi ýmis mál liggja óleyst. Landbúnaður, málefni eldri borgara, heilbrigðisþjónusta og byggðamál voru þar á meðal. Þá ræddi hann einnig um málefni hælisleitenda og förufólks, sem hann sagði að hefðu orðið að „fórnarlambi ímyndarstjórnmálanna.“ „Hvernig stendur á því að fjöldi hælisleitenda á Íslandi, eyju í Norður Atlantshafi, er allt í einu orðinn sá mesti af öllum Norðurlöndunum miðað við fólksfjölda?“ spurði Sigmundur og svaraði því sjálfur til að það væri vegna þeirra „skilaboða sem íslensk stjórnvöld hafa sent út.“ „Þau skilaboð nýta meðal annars stórhættuleg glæpagengi til að selja fólki vonir um Ísland sem áfangastað og hafa þannig jafnvel af fólkinu aleiguna á fölskum forsendum,“ sagði Sigmundur og sagði að önnur Norðurlönd kepptust nú við að senda frá sér skilaboð til að draga úr líkum á slíku. „Ef Ísland ætlar eitt Norðurlandanna að skera sig úr hvað þetta varðar verður ekki við neitt ráðið og það mun draga úr getu okkar til að hjálpa þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda og taka vel á móti þeim sem við bjóðum hingað,“ sagði Sigmundur. Sagði Miðflokkinn svar við þróun í átt til réttrúnaðar Sigmundur sagði þá að stjórnmál hér á landi yrðu sífellt einstrengingslegri. Það væri afleiðing „aukins rétttrúnaðar sem gengur gegn mörgum af grundvallargildum frjálslyndis og lýðræðis og birtist meðal annars í auknum hömlum á hvað megi ræða, hver megi ræða það og hvernig.“ Hann sagði Miðflokkinn vera svar við þessu, þar sem um væri að ræða flokk sem vildi „virkja á ný mestu kosti lýðræðisins.“ „Stuðningur við Miðflokkinn þýðir að kerfið fær ekki að halda áfram á sinni braut óháð vilja kjósenda. Það verði breytingar þar sem lýðræðisleg niðurstaða nær fram að ganga.“ Í spilaranum hér að neðan má horfa á ræðuna í heild sinni.
Miðflokkurinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hælisleitendur Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira