Ein stærsta fjöldagröf Íslands er á Útskálum Kristján Már Unnarsson skrifar 22. nóvember 2020 22:11 Hörður Gíslason sýnir fjöldagröfina, sem er við bakhlið Útskálakirkju í Garði. Hér hvíla 89 menn. Arnar Halldórsson Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn: Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Ein stærsta fjöldagröf á Íslandi er í kirkjugarðinum á Útskálum á Suðurnesjum. Gröfin er um leið minnisvarði um einhvern mesta mannskaða í sögu Íslandsbyggðar. „Hér hvíla 89 menn,“ segir Hörður Gíslason frá Sólbakka í Garði, áhugamaður um sögu Suðurnesja, um leið og hann sýnir okkur gröfina við austurvegg Útskálakirkju. Hann er meðal viðmælenda í þættinum Um land allt á Stöð 2 á mánudagskvöld, sem fjallar um Garðinn. Séð yfir Útskála. Gamla prestssetrið sést vinstra megin við kirkjuna. Fjær til hægri sér í Garðskagavita.Arnar Halldórsson „Fyrir utan þar sem Sturlungar börðust í Skagafirði, þá er hér mesta fjöldagröf á Íslandi - fyrir utan Örlygsstaði og Hauganes,“ segir Hörður. Gröfin vitnar um grimm örlög sem oft fylgdu sjósókn. Þarna hvíla sjómenn sem fórust á tugum Suðurnesjabáta í illviðri þann 8. mars árið 1685, fyrir 335 árum. „Þá gerir svona vont veður. Þá hvellrauk, sögðu menn – kom að óvörum. Það er talað um að það hafi farist yfir 150 manns hér á skaganum í þessu áhlaupi.“ Hörður Gíslason er frá Sólbakka í Garði. Fjöldagröfin er fyrir aftan.Arnar Halldórsson Meirihluta líkanna rak á land og voru þau flest sett í sameiginlega gröf á Útskálum, en staðurinn var á þeim tíma eitt helsta höfuðból Suðurnesja. „Þetta er stór hluti af íbúafjöldanum. Þetta eru heimamenn og aðkomumenn. Þetta eru náttúrlega bara hamfarir. Það er ekki hægt að lýsa þessu öðruvísi. Og menn geta ímyndað sér sárin og tímabilið á eftir þegar þetta gerist. Það fer atvinnulífið – fyrirvinnurnar hverfa,“ segir Hörður. Hér má sjá kynningarstiklu þáttarins um Garðinn:
Um land allt Suðurnesjabær Veður Sjávarútvegur Mest lesið „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Lífið Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Lífið Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ Lífið Fleiri fréttir Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning