Erlent

Wong lýsti sig sekan í réttarhöldum í Hong Kong

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Joshua Wong hefur verið áberandi í mótmælum almennings í Hong Kong undanfarin misseri. 
Joshua Wong hefur verið áberandi í mótmælum almennings í Hong Kong undanfarin misseri.  Getty/May James

Aðgerðasinninn Joshua Wong frá Hong Kong mætti fyrir rétt í morgun í borginni þar sem hann ásamt tveimur öðrum framámönnum í mótmælahreyfingu almennings játuðu sig sek um að hafa komið saman á ólöglegan hátt í fjöldamótmælum í fyrra.

Wong, Ivan Lam og Agnes Chow eiga öll yfir höfði sér harða dóma og er reiknað með að Wong, sem er af mörgum álitinn leiðtogi hreyfingarinnar, verði dæmdur til fimm ára fangelsisvistar.

Brotin sem fólkið er ákært fyrir eru þó sögn hafa átt sér stað áður en stjórnvöld í Kína komu í gegn nýrri löggjöf í Hong Kong sem gerir öll slík mótmæli að mun alvarlegri brotum.

Ef nýju lögin hefðu verið komin í gildi þegar ákærunar voru gefnar út hefði Wong sennilega átt lífstíðarfangelsi yfir höfði sér. Búist er við því að dómar yfir fólkinu falli í byrjun desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×