Leggur líklegast til við ráðherra að næstu aðgerðir gildi út árið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2020 11:37 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, skilar tillögum um áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir til ráðherra í kringum næstu helgi. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir mjög líklegt að þær tillögur sem hann mun leggja til við heilbrigðisráðherra varðandi áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir miðist við það að þær gildi út þetta ár. Þetta kom fram í máli Þórólfs á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis vegna kórónuveirufaraldursins í dag. Núverandi samkomutakmarkanir gilda til og með 1. desember. Þórólfur sagði á fundinum í dag að hann myndi líklega skila tillögum til ráðherra um áframhaldandi takmarkanir í kringum næstu helgi. Hann gaf þó ekkert upp um það í hverju þær tillögur myndu felast en um helgina kom fram bæði hjá Þórólfi og Víði Reynissyni, yfirlögregluþjóni, að ef þróunin í faraldrinum héldi áfram eins og verið hefur þá væri hægt að fara í einhverjar afléttingar í byrjun desember. Spurður út í það á fundinum í dag hvort það væri möguleg sviðsmynd að það yrði ekki farið í neinar afléttingar í næstu viku, líkt og Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, hefur talað fyrir sagði Þórólfur að það væri ástæða til að fara í tilslakanir þegar vel gengi. „Það er náttúrulega þannig að það eru margir sem vilja halda áfram hörðum aðgerðum og margir sem vilja slaka mikið á og svo eru vonandi einhverjir sem eru sammála því sem ég legg til. Þannig hefur þetta verið fram að þessu og þannig mun það verða. Ég held hins vegar, eins og við höfum gert áður, að það sé ástæða til einhverra tilslakana þegar við sjáum að það gengur vel. Auðvitað erum við að taka ákveðna áhættu með því en þannig hefur það verið og þannig verður það áfram. En ég held að við þurfum bara að sjá betur í hverju þær tillögur felast,“ sagði Þórólfur. Þá kom einnig fram í máli hans á fundinum að nú sé verið að vinna að leiðbeiningum fyrir almenning varðandi veisluhöld og sýkingavarnir í kringum jól og áramót. Kvaðst Þórólfur búast við því að þær leiðbeiningar yrðu birtar síðar í þessari viku. „Ég ítreka að árangurinn af aðgerðunum sem eru í gangi núna hefur verið mjög góður og við getum öll samglaðst yfir því en áframhaldandi árangur mun standa og falla með því hvernig okkur tekst að viðhalda þeim sýkingavörnum sem við erum sífellt að predika,“ sagði Þórólfur og hvatti alla til þess að passa sig áfram vel og gæta að sýkingavörnum, hvort sem harðar aðgerðir væru í gangi eða ekki.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Sjá meira