Ástríðukokkarnir fá sviðið á Vísi Stefán Árni Pálsson skrifar 24. nóvember 2020 14:31 Spennandi þáttaröð framundan fyrir hátíðarnar. Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. Allt frá almennum jólamat, hangikjöti, uppstúf, hamborgarhrygg, gljáa og fleira yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, ketó jól, hnetusteik og annað. Áherslan í þáttunum verður sett á stóru smáatriðin sem fullkomna réttinn. Sex einstaklingar elda tvo rétti hver. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Hér að neðan má sjá kynningu á þeim sex aðilum sem koma við sögu í þáttunum. Hanna Þóra - „Ég er matarbloggari sem sérhæfi mig í ketóvænum uppskriftum sem henta öllum. Allir geta sleppt sykrinum og njotið um leið. Mitt mottó í lífinu er að borða aldrei vondan mat og ég stend við það á hverjum degi og elska að deila girnilegum uppskriftum með öðrum.“ Hanna er tveggja barna móðir í Hafnarfirðinum. Berglind Hreiðars - „Ég hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.“ Berglind hefur verið í eldhúsinu síðan hún man eftir sér. Albert Eiríksson - „Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.“ Albert starfaði sem matreiðslumaður í nokkur ár. Anna Björk - „Hvernig væri að láta gamlan draum rætast, og fara að sinna gamalli ástríðu sem hefur alltaf verið með mér á fullorðinsárunum, mat og öllu sem honum viðkemur, auðvitað...“ Gamall draumur að rætast hjá Önnu. Veganistur, Júlía - „Við erum systurnar Helga María og Júlía Sif. Við rekum veganistur.is og erum höfundar matreiðslubókarinnar Úr eldhúsinu okkar. Við höfum mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri og viljum sýna öllum hvað það er einfalt og gott að elda og borða vegan mat. Hér á blogginu og í bókinni finnurðu því gómsætar uppskriftir af hversdagsmat, hátíðarmat, kökum og öðrum kræsingum.“ Júlía sér um veganmatinn. Andrés Bertelsen - „Tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær. Hef haft áhuga á mat síðan ég þurfti að fara sem kokkur á sjó. Markmið að elda betur en mamma.“ Andrés er sósusérfræðingur. Matur Jól Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Nokkrir af fremstu ástríðukokkum Íslands deila litlum sem stórum ráðleggingum varðandi matargerð fyrir jólin í nýjum þáttum á Vísi og Stöð 2 Maraþon en þættirnir bera heitir Lífið er ljúffengt. Allt frá almennum jólamat, hangikjöti, uppstúf, hamborgarhrygg, gljáa og fleira yfir í nýjar hugmyndir, líkt og vegan lausnir, ketó jól, hnetusteik og annað. Áherslan í þáttunum verður sett á stóru smáatriðin sem fullkomna réttinn. Sex einstaklingar elda tvo rétti hver. Hér að neðan má sjá brot úr þáttunum. Hér að neðan má sjá kynningu á þeim sex aðilum sem koma við sögu í þáttunum. Hanna Þóra - „Ég er matarbloggari sem sérhæfi mig í ketóvænum uppskriftum sem henta öllum. Allir geta sleppt sykrinum og njotið um leið. Mitt mottó í lífinu er að borða aldrei vondan mat og ég stend við það á hverjum degi og elska að deila girnilegum uppskriftum með öðrum.“ Hanna er tveggja barna móðir í Hafnarfirðinum. Berglind Hreiðars - „Ég hef brasað í eldhúsinu, bakað og skreytt kökur síðan ég man eftir mér. Þegar góður matur, gotterí, kökur og skreytingar eru annars vegar eru möguleikarnir óendanlegir og ég sífellt að fá nýjar og nýjar hugmyndir og gaman að geta deilt þeim með öðrum.“ Berglind hefur verið í eldhúsinu síðan hún man eftir sér. Albert Eiríksson - „Það er nú bara þannig að líf mitt snýst meira og minna um mat, ef ég er ekki að elda mat eða borða mat þá er ég að hugsa um mat nú eða þá halda veislur. Frá því ég man fyrst eftir mér hef ég stússast í mat. Að loknu námi í Hótel og veitingaskóla Íslands starfaði ég sem matreiðslumaður í nokkur ár.“ Albert starfaði sem matreiðslumaður í nokkur ár. Anna Björk - „Hvernig væri að láta gamlan draum rætast, og fara að sinna gamalli ástríðu sem hefur alltaf verið með mér á fullorðinsárunum, mat og öllu sem honum viðkemur, auðvitað...“ Gamall draumur að rætast hjá Önnu. Veganistur, Júlía - „Við erum systurnar Helga María og Júlía Sif. Við rekum veganistur.is og erum höfundar matreiðslubókarinnar Úr eldhúsinu okkar. Við höfum mikla ástríðu fyrir matargerð og bakstri og viljum sýna öllum hvað það er einfalt og gott að elda og borða vegan mat. Hér á blogginu og í bókinni finnurðu því gómsætar uppskriftir af hversdagsmat, hátíðarmat, kökum og öðrum kræsingum.“ Júlía sér um veganmatinn. Andrés Bertelsen - „Tilraunakokkur, súpur og sósur í sérstöku uppáhaldi. Sósur eiga að vera þannig að þú viljir drekka þær. Hef haft áhuga á mat síðan ég þurfti að fara sem kokkur á sjó. Markmið að elda betur en mamma.“ Andrés er sósusérfræðingur.
Matur Jól Mest lesið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Isiah Whitlock Jr. látinn Lífið Móðurmorð í blóðugu jólaboði Gagnrýni Egill Ólafs og Gísli Marteinn sprækir á annan í jólum Menning Jólaboð Evu: Kalkúnabringur með öllu tilheyrandi Matur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Heitustu lögin á FM árið 2025 Tónlist Clooney orðinn franskur Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Fleiri fréttir Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sjá meira
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein