Gefum ekki afslátt af okkur á nýju ári Herdís Jóhannesdóttir skrifar 24. nóvember 2020 15:00 Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Mest lesið Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Halldór 23.11.2024 Halldór „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson Skoðun Skoðun Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Umræða um kulnun í starfi hefur orðið sífellt háværari í samfélaginu okkar undanfarin ár. Ekki er mjög langt síðan hugtakið kulnun (e. burnout) kom mörgum spánskt fyrir sjónir en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan. Þvert á stéttir, stöðu og kyn - fyrirbærið snertir okkur öll, enda hraðinn gífurlegur í nútímasamfélagi og kröfurnar sem við setjum á okkur sjálf í bland við þær sem koma frá öðrum, eru oft fram úr hófi krefjandi. Við lesum reglulega viðtöl við allskonar fólk sem stígur fram og segir frá sinni upplifun af þessum vágesti, heyrum sögur af fólki í nærumhverfinu eða höfum hreinlega upplifað hann á eigin skinni. Umræðan hefur skilað sér í því að í dag erum við sem samfélag orðin meðvituð um þennan kvilla og það setur okkur í góða stöðu til að bregðast við og snúa vörn í sókn. Þetta þarf ekki að vera svona og því í okkar valdi að taka í taumana. Stytting vinnuvikunnar, úr 40 klukkustundum í 36, sem Sameyki stéttarfélag og önnur aðildarfélög BSRB hafa tryggt sínu félagsfólki, er mikilvægt viðbragð í þessu samhengi. Niðurstöður rannsókna, sem gerðar voru í tilraunaverkefnum borgar og ríkis um styttingu vinnuvikunnar, sýna fram á að styttingin dregur marktækt úr upplifunum um kulnun, sérstaklega hjá aldurshópnum 41 - 60 ára. Þá dró einnig úr upplifunum af árekstrum milli vinnu og einkalífs. Það sama má segja um upplifun af streitueinkennum, bæði líkamlegum og andlegum. Að sama skapi jókst hlutfall þeirra sem töldu sig hamingjusama örlítið milli mælinga í tilraunahópi samanborið við samanburðarhópinn. Þetta á líka við um mat fólks á líkamlegri heilsu sinni. Almennt var líðanin betri fyrir hverja klukkustund sem klipptist af vinnuvikunni, þ.e. 1% betri hjá þeim sem nutu einnar klukkustundar styttingar á viku en 3% hjá þeim sem styttu vinnuvikuna um þrjár klukkustundir. Það er afar mikilvægt að gefa þessu gaum. Þrjú eða fjögur prósent hljóma ekki eins og stórvægileg breyting en þetta eru spor í rétta átt og þegar breytingar styðja möguleikann á að auka hamingju okkar eigum við ekki að gefa neinn afslátt. Innleiðing styttingu vinnuvikunnar er í fullum gangi og útfærslur á vinnustöðum eiga að vera klárar fyrir 1. janúar 2021. Væri ekki gott að geta sett sér raunhæft áramótaheit fyrir komandi ár og stefna á fjögurra prósenta aukningu á hamingju árið 2021? Það er ekki ólíklegt að það myndi svo skila sér út í samfélagið okkar og eitt er nokkuð víst - við megum alveg við örlítilli upplyftingu eftir ansi krefjandi ár. Klárum innleiðingu styttri vinnuviku saman - og njótum fjögurra prósenta meiri hamingju á nýju ári. Höfundur er stjórnarkona í Sameyki, stéttarfélagi í almannaþjónustu.
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar