Alsælir fangar með jólaverkefni frá skógræktinni Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 24. nóvember 2020 19:35 Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni, segir fangaverði og fagna vera alsæla með jólaverkefnið, sem skógræktin kemur með í fangelsið. Fangarnir sjá um að setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Magnús Hlynur Hreiðarsson Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu. „Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi. „Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni. Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni. „Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“ Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson Árborg Skógrækt og landgræðsla Fangelsismál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Sjá meira
Mikil ánægja er hjá föngum og fangavörðum á Litla Hrauni með verkefni frá skógræktinni, sem fangelsið hefur fengið fyrir jólin. Það snýst um að fangar setja trjágreinar í búnt og köngla í öskjur og merki vörunar áður en þær fara í verslanir. Starfsmenn skógræktarinnar á Suðurlandi sjá um að klippa greinarnar af trjánum, auk þess að týna köngla af þeim. Síðan er farið á Litla Hraun með afraksturinn þar sem fangarnir taka við keflinu. „Já, við viljum láta leiða gott af okkur og skapa störf á Litla Hrauni, vinum okkar þar. Þeir hafa séð um það að útbúa vöru úr hráefninu okkar, það er það að nýta greinar úr skóginum inn á jólamarkaðinn, einnig erum við að koma með köngla, sem við pökkum inn, sem jólaköngla, það fer allt í gegnum Litla Hraun, pökkkun og framleiðslu þar,“ segir Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi. „Það er bara algjörlega frábært að fá svona verkefni, þetta er það sem skiptir öllu máli, að menn hafi eitthvað að gera, vakni til einhvers á morgnanna, þetta er gott mál,“ segir Jón Ingi Jónsson, fangavörður á Litla Hrauni. Fangarnir setja líka köngla í gjafaöskjur, sem hafa notið mikilla vinsælda í skreytingar hjá landsmönnum fyrir jólin.Magnús Hlynur Hreiðarsson Jón Ingi segir að Covid ástandið fari illa í fanga eins og aðra landsmenn og því sé svo frábært að fá fá verkefni inn í fanglesið eins og frá skógræktinni. „Þetta lagar allt þunglyndi, að hafa eitthvað að gera og vakna til verkefna og svo er frábært að geta hjálpað skógræktinni, þetta er svona vinn, vinn fyrir alla aðila.“ Trausti Jóhannsson, skógarvörður á Suðurlandi er líka mjög ánægður með verkefnið og samstarfið við Litla Hraun.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Árborg Skógrækt og landgræðsla Fangelsismál Mest lesið „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Erlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Innlent Lætur reyna á minningargreinamálið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Erlent Fleiri fréttir Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Sjá meira