Reyndi að svipta sig lífi eftir röð áfalla og baráttu við átröskun Stefán Árni Pálsson skrifar 25. nóvember 2020 10:30 Móeiður reyndi að svipta sig lífi þegar hún var búsett á Spáni. Móeiður Sif Skúladóttir er gríðarlega hraust suðurnesjamær sem stundar nám í einkaþjálfun og æfir bæði crossfit og fitness í sporthúsinu í Keflavík. Fólk sem fylgir henni á Instagram og TikTok hefur fengið að fylgjast með ótrúlegum árangri hennar í sportinu að undanförnu en Móa, eins og hún er jafnan kölluð, á sér líka sögu áfalla og erfiðleika. Fyrir átta árum síðan náði hún algjörum botni tilveru sinnar eftir margra ára baráttu við átröskun sem endaði með sjálfsvígstilraun þar sem óhætt er að segja að hún hafi verið hársbreidd frá dauðanum. Móeiður segir að ástand hennar hafi þróast á löngu tímabili þar sem röð áfalla hafi gert illt verra en upphafið að þessu öllu hafi verið þegar hún komst á táningsárin. „Þetta byrjaði örugglega um fjórtán ára aldur og þetta var bara óöryggi og kannski einhvern smá stríðni, ég var kannski í þybbnara lagi en alls ekkert til að tala um þegar ég hugsa til baka. Þetta vatt bara upp á sig og á endanum fór þetta svolítið langt,“ segir Móeiður. Móa segir að hún hafi ekki náð að finna sig í íþróttum á þessum árum og fór hún upp úr því að bera sig saman við aðrar jafnöldrur sínar með óheilbrigðum hætti. Henni fannst hún ekki vera í jafn góðu formi og hinar stelpurnar og þá hafi hún smátt og smátt tekið upp á því að hætta bara að borða. Móa segir að þá strax hafi blekkingaleikurinn hafist gagnvart fjölskyldunni. „Þetta byrjaði með því að ég var svolítið matvönd, æji mér finnst þetta ekki gott, ég er búin að borða, ég borðaði í skólanum og svo þróaðist þetta hjá mér út í búlimíu af því að þegar ég þurfti að borða fékk ég samviskubit og gat ekkert gert annað en að borða þegar ég var með fjölskyldunni þannig að þá fór ég að þróa það með mér,“ segir Móeiður sem segist hafa orðið mjög klár að fela allt sem við kom mat. Móeiður segir að þetta ástand hennar hafi leitt til mikillar félagslegrar einangrunar sem hafi þá þróast út í bæði þunglyndi og kvíða. „Ég var sett á lyf á þessum tíma, þunglyndislyf, og var sett til skólasálfræðings á þeim tíma,“ segir Móa en foreldrar hennar höfðu tekið eftir því að ekki væri allt með feldu. Þau reyndu hvað þau gátu að aðstoða hana. Móa flutti til Spánar og þar einangraði hún sig. „Þetta var svo djúpt og það var svo erfitt að fá hjálp, sérstaklega á þessum tíma þar sem ég var í mikilli afneitun og var bara reiður unglingur. Á endanum fór fólk að taka eftir þessu og mamma og pabbi höfðu samband við BUGL til að vinna úr átröskuninni. Svo þegar ég var orðin átján ára var það ekki lengur í boði og svolítið erfitt að finna út úr því hvert ég ætti að fara eftir það.“ Til að bæta gráu ofan í svart lenti Móeiður svo í röð áfalla á þessum árum en þegar hún var nítján ára gömul lenti hún fyrst í grófu kynferðisofbeldi. „Mér hefur sem sagt verið nauðgað tvisvar og annað skiptið var það árið 2011 og þá ákvað ég að kæra en hann var sýknaður, fyrst í héraðsdóm og síðan í hæstarétti. Þetta tók alveg heilt ár allt þetta ferli. Að kæra, fá vitnin en svo koma til mín tvær stelpur og þakka mér fyrir að hafa reynt af því að hann hafði gert þetta við þær líka. Hann fór alveg eins að hjá þeim og ég gat allavega huggað mig við það að hafa reynt. Þær gerðu það ekki, þorðu því ekki en ég allavega reyndi.“ Komin á botninn Móa segir að sýknudómurinn yfir árásarmanni sínum hafi reynst sér gríðarlega þungbær og samanlagt hafi þessar lífsreynslur keyrt hana niður í enn meira þunglyndi þar sem átröskunin varð bara verri og verri. Hún hafi á þessum tíma í raun bara ákveðið að flýja land og fluttist með kærasta sínum til Spánar en andlegt ástand hennar hafi því miður alls ekkert skánað við þann ráðahag. „Þar reyni ég að fyrirfara mér og fór alveg á botninn þarna og sá engra aðra lausn. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var þarna búin að einangra mig algjörlega frá öllum. Við vorum þarna tvö á Spáni og mér leið alltaf verr og verr. Ég vakna þarna fjórum dögum síðar þegar það var búið að halda mér sofandi. Ég var búin að safna saman allskonar lyfjum sem ég komst í. Ég hafði verið að undirbúa mig og ástandið versnaði alltaf og versnaði. Heilinn er ekkert að starfa þegar maður er ekki að fá neina næringu,“ segir Móa sem segir að það hafi verið mjög skrýtin tilfinning að vakna upp á spítala eftir sjálfsvígstilraun. „Ég vissi fyrst ekkert hvað væri í gangi og vakna bara með einhverja slöngu ofan í mér. Ég lít í kringum mig og sé þá kærastann minn á þeim tíma koma hlaupandi að mér og mjög glaður að sjá mig. Maður fyllist af skömm og maður veit að maður átti ekkert að gera þetta. Maður sá ekki skýrt á þessum tíma og ég var komin svo langt á botninn andlega.“ En fljótlega upp úr þessari erfiðu reynslu fór Móa aftur heim til Íslands og kynntist þá Hvítabandinu sem er sérsniðið úrræði Landspítalans fyrir fólk með átraskanir. Þar tók við mikil vinna með læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og ráðgjöfum og segist Móa ekki í vafa um að þetta hafi verið það sem hún þurfti til að bjarga lífi sínu. Móeiður á sjúkrahúsinu á Spáni. „Þetta eru viðtöl með sálfræðingum og með átröskunina ert þú látin borða. Það er bara morgunmatur, hádegismatur og kaffi. Þú ert látin skrifa svona matardagbók. Ég kynnist hugleiðslu, jóga og núvitund og fólkið sem vinnur þarna er bara yndislegt.“ Móeiður er svo sannarlega þakklát fyrir það sem meðferðin á Hvítabandinu gaf henni en þegar hún lítur til baka í dag finnst henni í raun ótrúlegt hversu illa haldin hún var á þessum tíma. Þegar átröskunin var sem verst var Móa einungis 38 kíló og þá fannst henni hún samt vera of þung. „Mér fannst ég alltaf vera feit. Ég leit í spegil og ég sá bara fitu. Það var ekki fyrr ég horfði á gamlar myndir og sá að ég var aldrei feit. Ég var aldrei nógu grönn, ég var 38 kíló en vildi verða 35. Hversu sjúkt er það?“ Segðu frá Í dag heyrir átröskunin fortíðinni til hjá Móu. Hún lifir sem fyrr segir mjög heilbrigðu og næringarríku lífi en segist þó einsetja sér að vera alltaf meðvituð um þessa sögu sína. Og nú þegar hún hyggur á keppni í módel fitness gætir hún sín sérstaklega á að vera opinská með þessa fortíð sína. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að maður er kannski svolítið að dansa á línunni með þetta en þess vegna er ég líka mjög opin með þetta við þjálfarana mína. Fyrst byrjaði ég í þjálfun hjá Möggu Gnarr sem hefur líka verið með átröskun og mér fannst það svolítið gott. Ég sagði henni strax mína sögu og ég fann að ég gat leitað til hennar og hún skildi þetta alveg. Núna er ég hjá Jóhanni Norðfjörð og hann veit þetta líka, ég lét hann vita af þessu strax.“ Og Móeiður segir að þótt áföllin sem hún hafi farið í gegnum hafi á endanum gert hana að þeirri sterku manneskju sem hún er hefði hún gjarnan viljað vita þá það sem hún veit í dag. En við ungar stúlkur sem lenda í kynferðisofbeldi hefur hún þetta að segja. „Númer eitt að segja frá og þetta er aldrei fórnarlambinu að kenna. Maður á ekki að þurfa skammast sín fyrir þetta og það má tala um þetta.“ Heilsa Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira
Móeiður Sif Skúladóttir er gríðarlega hraust suðurnesjamær sem stundar nám í einkaþjálfun og æfir bæði crossfit og fitness í sporthúsinu í Keflavík. Fólk sem fylgir henni á Instagram og TikTok hefur fengið að fylgjast með ótrúlegum árangri hennar í sportinu að undanförnu en Móa, eins og hún er jafnan kölluð, á sér líka sögu áfalla og erfiðleika. Fyrir átta árum síðan náði hún algjörum botni tilveru sinnar eftir margra ára baráttu við átröskun sem endaði með sjálfsvígstilraun þar sem óhætt er að segja að hún hafi verið hársbreidd frá dauðanum. Móeiður segir að ástand hennar hafi þróast á löngu tímabili þar sem röð áfalla hafi gert illt verra en upphafið að þessu öllu hafi verið þegar hún komst á táningsárin. „Þetta byrjaði örugglega um fjórtán ára aldur og þetta var bara óöryggi og kannski einhvern smá stríðni, ég var kannski í þybbnara lagi en alls ekkert til að tala um þegar ég hugsa til baka. Þetta vatt bara upp á sig og á endanum fór þetta svolítið langt,“ segir Móeiður. Móa segir að hún hafi ekki náð að finna sig í íþróttum á þessum árum og fór hún upp úr því að bera sig saman við aðrar jafnöldrur sínar með óheilbrigðum hætti. Henni fannst hún ekki vera í jafn góðu formi og hinar stelpurnar og þá hafi hún smátt og smátt tekið upp á því að hætta bara að borða. Móa segir að þá strax hafi blekkingaleikurinn hafist gagnvart fjölskyldunni. „Þetta byrjaði með því að ég var svolítið matvönd, æji mér finnst þetta ekki gott, ég er búin að borða, ég borðaði í skólanum og svo þróaðist þetta hjá mér út í búlimíu af því að þegar ég þurfti að borða fékk ég samviskubit og gat ekkert gert annað en að borða þegar ég var með fjölskyldunni þannig að þá fór ég að þróa það með mér,“ segir Móeiður sem segist hafa orðið mjög klár að fela allt sem við kom mat. Móeiður segir að þetta ástand hennar hafi leitt til mikillar félagslegrar einangrunar sem hafi þá þróast út í bæði þunglyndi og kvíða. „Ég var sett á lyf á þessum tíma, þunglyndislyf, og var sett til skólasálfræðings á þeim tíma,“ segir Móa en foreldrar hennar höfðu tekið eftir því að ekki væri allt með feldu. Þau reyndu hvað þau gátu að aðstoða hana. Móa flutti til Spánar og þar einangraði hún sig. „Þetta var svo djúpt og það var svo erfitt að fá hjálp, sérstaklega á þessum tíma þar sem ég var í mikilli afneitun og var bara reiður unglingur. Á endanum fór fólk að taka eftir þessu og mamma og pabbi höfðu samband við BUGL til að vinna úr átröskuninni. Svo þegar ég var orðin átján ára var það ekki lengur í boði og svolítið erfitt að finna út úr því hvert ég ætti að fara eftir það.“ Til að bæta gráu ofan í svart lenti Móeiður svo í röð áfalla á þessum árum en þegar hún var nítján ára gömul lenti hún fyrst í grófu kynferðisofbeldi. „Mér hefur sem sagt verið nauðgað tvisvar og annað skiptið var það árið 2011 og þá ákvað ég að kæra en hann var sýknaður, fyrst í héraðsdóm og síðan í hæstarétti. Þetta tók alveg heilt ár allt þetta ferli. Að kæra, fá vitnin en svo koma til mín tvær stelpur og þakka mér fyrir að hafa reynt af því að hann hafði gert þetta við þær líka. Hann fór alveg eins að hjá þeim og ég gat allavega huggað mig við það að hafa reynt. Þær gerðu það ekki, þorðu því ekki en ég allavega reyndi.“ Komin á botninn Móa segir að sýknudómurinn yfir árásarmanni sínum hafi reynst sér gríðarlega þungbær og samanlagt hafi þessar lífsreynslur keyrt hana niður í enn meira þunglyndi þar sem átröskunin varð bara verri og verri. Hún hafi á þessum tíma í raun bara ákveðið að flýja land og fluttist með kærasta sínum til Spánar en andlegt ástand hennar hafi því miður alls ekkert skánað við þann ráðahag. „Þar reyni ég að fyrirfara mér og fór alveg á botninn þarna og sá engra aðra lausn. Ég vissi ekkert hvað ég átti að gera og var þarna búin að einangra mig algjörlega frá öllum. Við vorum þarna tvö á Spáni og mér leið alltaf verr og verr. Ég vakna þarna fjórum dögum síðar þegar það var búið að halda mér sofandi. Ég var búin að safna saman allskonar lyfjum sem ég komst í. Ég hafði verið að undirbúa mig og ástandið versnaði alltaf og versnaði. Heilinn er ekkert að starfa þegar maður er ekki að fá neina næringu,“ segir Móa sem segir að það hafi verið mjög skrýtin tilfinning að vakna upp á spítala eftir sjálfsvígstilraun. „Ég vissi fyrst ekkert hvað væri í gangi og vakna bara með einhverja slöngu ofan í mér. Ég lít í kringum mig og sé þá kærastann minn á þeim tíma koma hlaupandi að mér og mjög glaður að sjá mig. Maður fyllist af skömm og maður veit að maður átti ekkert að gera þetta. Maður sá ekki skýrt á þessum tíma og ég var komin svo langt á botninn andlega.“ En fljótlega upp úr þessari erfiðu reynslu fór Móa aftur heim til Íslands og kynntist þá Hvítabandinu sem er sérsniðið úrræði Landspítalans fyrir fólk með átraskanir. Þar tók við mikil vinna með læknum, sálfræðingum, hjúkrunarfræðingum og ráðgjöfum og segist Móa ekki í vafa um að þetta hafi verið það sem hún þurfti til að bjarga lífi sínu. Móeiður á sjúkrahúsinu á Spáni. „Þetta eru viðtöl með sálfræðingum og með átröskunina ert þú látin borða. Það er bara morgunmatur, hádegismatur og kaffi. Þú ert látin skrifa svona matardagbók. Ég kynnist hugleiðslu, jóga og núvitund og fólkið sem vinnur þarna er bara yndislegt.“ Móeiður er svo sannarlega þakklát fyrir það sem meðferðin á Hvítabandinu gaf henni en þegar hún lítur til baka í dag finnst henni í raun ótrúlegt hversu illa haldin hún var á þessum tíma. Þegar átröskunin var sem verst var Móa einungis 38 kíló og þá fannst henni hún samt vera of þung. „Mér fannst ég alltaf vera feit. Ég leit í spegil og ég sá bara fitu. Það var ekki fyrr ég horfði á gamlar myndir og sá að ég var aldrei feit. Ég var aldrei nógu grönn, ég var 38 kíló en vildi verða 35. Hversu sjúkt er það?“ Segðu frá Í dag heyrir átröskunin fortíðinni til hjá Móu. Hún lifir sem fyrr segir mjög heilbrigðu og næringarríku lífi en segist þó einsetja sér að vera alltaf meðvituð um þessa sögu sína. Og nú þegar hún hyggur á keppni í módel fitness gætir hún sín sérstaklega á að vera opinská með þessa fortíð sína. „Ég geri mér alveg grein fyrir því að maður er kannski svolítið að dansa á línunni með þetta en þess vegna er ég líka mjög opin með þetta við þjálfarana mína. Fyrst byrjaði ég í þjálfun hjá Möggu Gnarr sem hefur líka verið með átröskun og mér fannst það svolítið gott. Ég sagði henni strax mína sögu og ég fann að ég gat leitað til hennar og hún skildi þetta alveg. Núna er ég hjá Jóhanni Norðfjörð og hann veit þetta líka, ég lét hann vita af þessu strax.“ Og Móeiður segir að þótt áföllin sem hún hafi farið í gegnum hafi á endanum gert hana að þeirri sterku manneskju sem hún er hefði hún gjarnan viljað vita þá það sem hún veit í dag. En við ungar stúlkur sem lenda í kynferðisofbeldi hefur hún þetta að segja. „Númer eitt að segja frá og þetta er aldrei fórnarlambinu að kenna. Maður á ekki að þurfa skammast sín fyrir þetta og það má tala um þetta.“
Heilsa Geðheilbrigði Ísland í dag Mest lesið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Bíó og sjónvarp „Ég var alltaf systir bræðranna sem dóu, dóttir bæjarstjórans eða dóttir ráðherrans“ Áskorun Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Lífið Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Lífið Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Lífið Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Lífið Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Tónlist Fleiri fréttir Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Kári og Eva eru hjón Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Einfaldar leiðir fyrir andlega vellíðan um hátíðirnar „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Orði gagnrýni eins og þeir vilji að makinn orði hana Innlit í nýju Airbus vélina sem er nýlent á landinu Dótturdóttir Bjarna Ben komin með nafn „Hvert heldurðu að álagið sé orðið á börnin sjálf?“ Snorri þurfti að veiða sögurnar upp úr Gumma Google Tískudrottningin biðst afsökunar á eineltinu Sjá meira