Ekki séð svona atvinnuleysistölur á Íslandi áður Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. nóvember 2020 11:24 Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, var gestur á fundi almannavarna í morgun. Almannavarnir Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur. Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir um 25 þúsund manns hér á landi nú án atvinnu að hluta eða að öllu leyti. Slíkar tölur hafi ekki sést áður hér á landi. Hún segir stefna í 12,2 prósent atvinnuleysi hér á landi í desember. Í lok október voru um 20 þúsund atvinnulausir á Íslandi og á fimmta þúsund Pólverja án vinnu. Unnur Sverrisdóttir var gestur á upplýsingafundi almannavarna í morgun. Þar sagði hún að atvinnuleitendur fái desemberuppbót og sömuleiðis þeir sem séu á hlutabótum ef þeir staðfesta atvinnuleit sína. Uppbótin er óskert 86 þúsund krónur en aldrei lægri en 21.700 krónur. Fram kom á föstudag að grunnatvinnuleysisbætur hækki í 301.403 krónur um áramót og nemur heildarhækkunin 6,2 prósentum. Unnur hvetur atvinnuleitendur til að nýta sér öll tækifæri til virkni, þar á meðal að sækja nám sem þeir hafa nú meira svigrúm til að gera án þess að skerða bætur. Unnið sé að raunfærnimati sem komi að hluta í staðinn fyrir nám, til dæmis til að meta reynslu og þekkingu erlendra starfsmanna. Hún nefnir að afgreiðslutími á atvinnuleysisbótum eigi ekki að vera lengri en fjórar til sex vikur. Uppsagnarfrestur sé þrír mánuðir og segir Unnur að fólk eigi að geta komist hjá greiðslufalli með því að sækja um bætur tímanlega. Unnur ræddi verkefnið Starf með styrk þar sem atvinnurekendum er veittur styrkur til að ráða atvinnuleitanda í allt að sex mánuði. Hún hvetur atvinnurekendur til að skoða þessa leið því með henni geta þeir fengið afbragðsstarfsfólk tímabundið inn. Starfsfólkið geti nýtt tímann til að sanna sig. Þetta sé þannig beggja hagur. Bótatímabilið lengst á Íslandi Regína Ásvaldsdóttir, sviðstjóri Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar, var spurð að því á fundinum hvort þrjátíu mánaða tímabil atvinnuleysisbóta væri of stutt og hvort gera þurfi meira fyrir atvinnuleysi. Regína segir að gera þurfi meira. Þó að fjárhagsaðstoð í Reykjavík sé hæst á landinu séu atvinnuleysisbætur háar. Mikilvægt sé að lengja tímabil bóta í ljósi aðstæðna. Unnur segir að lengd bótatímabils sé pólitísk spurning. Það sé lengst á Íslandi af norðurlöndunum. Í hruninu hafi staðan verið tekin nokkrum sinnum og tímabilið lengt tímabundið. Hún ímyndar sér að það sama gerist nú dragist faraldurinn á langinn. Hún leggur áherslu á að alvarlegt sé fyrir fólk að vera án atvinnu í tólf mánuði eða lengur.
Vinnumarkaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32 Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22 Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Hækka atvinnuleysisbætur og viðspyrnustyrkur allt að 2,5 milljónir Ákveðið hefur verið að hækka grunnatvinnuleysisbætur upp í 307.403 krónur á næsta ári og mun heildarhækkun nema 6,2 prósent. 20. nóvember 2020 15:32
Býst við því að nýprentaðir peningar fari til þeirra sem mest þurfa Seðlabankastjóri segir að seðlabankinn sé að fara prenta peninga. Ríkisstjórnin muni fá peningana og hann búist við því að þeir fari til þeirra sem þurfa á þeim að halda. 22. nóvember 2020 13:22
Ástandið erfitt meðal atvinnulausra Pólverja á Íslandi Pólsk kona sem er atvinnulaus hefur brugðið á það ráð að læra íslensku í atvinnuleysinu sem hún vonar að muni hjálpa sér við að fá vinnu. Rúmlega fimmti hver erlendur ríkisborgari á Íslandi er atvinnulaus og varaformaður Eflingar segir að margir kvíði jólunum. 17. nóvember 2020 20:10