30 milljónum króna varið til mannúðaraðstoðar í Afganistan Heimsljós 25. nóvember 2020 12:46 Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag. Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu. „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu. Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi. Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Íslensk stjórnvöld ætla að leggja jafnvirði þrjátíu milljóna króna til mannúðaraðstoðar í Afganistan. Þetta var tilkynnt í ávarpi Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, á tveggja daga framlagaráðstefnu vegna Afganistans sem lauk í dag. Í ávarpi utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra, sem flutt var í gegnum fjarfundarbúnað, var lögð áhersla á að yfirstandandi viðræður afganskra stjórnvalda og talibana væru sögulegt tækifæri til þess að koma á friði í landinu. „Stuðningur sjálfbæra þróun, hagsæld og friðarumleitanir eru markmið sem Ísland aðhyllist heilshugar. Við höldum áfram að tala fyrir grundvallarþýðingu mannréttinda og jafnréttis kynjanna í þeim efnum, þar með talið virkri þátttöku kvenna í friðarviðræðum og uppbyggingu,“ segir í ávarpinu. Framlag Íslands rennur í svæðissjóð samhæfingarskrifstofu aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum, OCHA, í Afganistan, en sjóðurinn er skilvirk og traust stofnun til að bregðast við beiðnum um neyðar- eða mannúðaraðstoð. Ísland styður einnig verkefni á sviði valdeflingar kvenna í gegnum UN Women í Afganistan sem og við verkefni UNESCO á sviði menntamála og fjölmiðlafrelsis þar í landi. Framlagaráðstefnunni í Genf lauk síðdegis en hún var skipulögð af stjórnvöldum í Afganistan, ríkisstjórn Finnlands og Sameinuðu þjóðunum. Slíkar ráðstefnur hafa jafnan farið fram fjórða hvert ár, síðast í Brussel 2016. Markmið ráðstefnunnar er að tryggja áframhaldandi stuðning við friðarumleitanir og uppbyggingu í Afganistan. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Afganistan Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent