Úrvalsdeildin í Efótbolta í beinni: Alexander Aron þarf sigur til að eiga möguleika á efsta sætinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 25. nóvember 2020 19:11 Úrvalsdeildin í Efótbolta heldur áfram. Rafíþróttasamtök Íslands Úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands heldur áfram í kvöld. Leikirnir verða að venju sýndir beint á Twitch-rás KSÍ. Finna má streymi á leiki kvöldsins neðst í fréttinni. Útsending kvöldsins hefst klukkan 19.15 og stendur til 21.00. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur mæta með FIFA Ultimate Team-lið sín og verðuur spilað í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kom út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar voru í FIFA20. Við erum nú að nálgast lok deildarinnar og fari svo að Alexander Aron Hannesson vinni leik sinni í kvöld fær hann úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar er hann mætir Aroni Þormari Lárussyni í lokaumferð deildarinnar. Leikirnir tveir í kvöld: Bjarki Már Sigurðsson [Víkingur] og Alexander Aron Hannesson [Keflavík] mætast í fyrri leik kvöldsis. Jóhann Ólafur Jóhannsson [LFG] og Guðmundur Tómas Sigfússon [ÍBV] mætast í síðari leik kvöldsins. Hér að neðan má sjá beina útsendingu leikja kvöldsins. Rafíþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti
Úrvalsdeildina í efótbolta í samstarfi við Rafíþróttasamtök Íslands heldur áfram í kvöld. Leikirnir verða að venju sýndir beint á Twitch-rás KSÍ. Finna má streymi á leiki kvöldsins neðst í fréttinni. Útsending kvöldsins hefst klukkan 19.15 og stendur til 21.00. Deildina skipa átta bestu lið landsins og var byggt á árangri leikmanna á Íslandsmótinu í vor, þar sem fimmtíu lið skráðu sig til leiks. Keppendur mæta með FIFA Ultimate Team-lið sín og verðuur spilað í beinni útsendingu á hverju miðvikudagskvöldi fram í desember. Leikmenn deildarinnar spila allir fyrir íþróttalið og er eitt af markmiðum deildarinnar að kynna rafíþróttir fyrir almenning og vera með deild sem iðkendur vilja stefna á að spila í. Spilaðar verða fjórtán umferðir á þrettán vikum í úrvalsdeildinni. Þegar FIFA21 kom út skiptir úrvalsdeildin beint í nýjan leik, en fyrstu umferðirnar voru í FIFA20. Við erum nú að nálgast lok deildarinnar og fari svo að Alexander Aron Hannesson vinni leik sinni í kvöld fær hann úrslitaleik um efsta sæti deildarinnar er hann mætir Aroni Þormari Lárussyni í lokaumferð deildarinnar. Leikirnir tveir í kvöld: Bjarki Már Sigurðsson [Víkingur] og Alexander Aron Hannesson [Keflavík] mætast í fyrri leik kvöldsis. Jóhann Ólafur Jóhannsson [LFG] og Guðmundur Tómas Sigfússon [ÍBV] mætast í síðari leik kvöldsins. Hér að neðan má sjá beina útsendingu leikja kvöldsins.
Rafíþróttir Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti „Skandall“ í gær en uppselt í dag Fótbolti