„1978 var vinstribylgja. Þá féll íhaldið hér og svo aftur 2006,“ segir Oddný.
„Þegar Oddný leiddi listann,“ skýtur Eiríkur að.
„Það gekk ekki svona vel þegar ég leiddi hann,“ bætir hann við og hlær en sjálfur var hann lengi skólastjóri í Garðinum.
Við heyrum hvað Garðmönnum finnst um að hafa sameinast Sandgerðingum í nýja sveitarfélaginu Suðurnesjabæ.

Fyrrverandi formaður Knattspyrnufélagsins Víðis, Guðlaug Sigurðardóttir, oftast kölluð Gullý, ræðir um hvernig er fyrir Garðbúa með gamla Víðishjartað að venjast því að halda með Reyni/Víði.
Hún segir einnig frá dætrum rafvirkjans sem giftust rafvirkjum en stórfjölskyldan vinnur að miklu leyti hjá SI-raflögnum, fyrirtæki sem foreldrar hennar stofnuðu.
Hér má sjá sex mínútna myndskeið úr þættinum: