Enduðu í keppninni fyrir misskilning en unnu að lokum Stefán Árni Pálsson skrifar 27. nóvember 2020 17:01 Sturlaugur bruggmeistari hjá Borg. Hinn séríslenski og áfengislausi bjórinn Bríó vann gullverðlaun í alþjóðlegu bjórkeppninni Brewski Awards í Bandaríkjunum nú á dögunum. Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur. Áfengi og tóbak Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira
Það eru Sturlaugur Jón Björnsson og félagar hjá Borg Brugghúsi sem eiga heiðurinn af bjórnum sem einnig er fyrsti áfengislausi bjórinn sem bruggaður er hérlendis. Þróun bjórsins tók þónokkurn tíma og var hann loks kynntur til leiks hérlendis í lok sumars. Óhætt er að segja að hann fari vel af stað. „Það er auðvitað alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir sköpun sína, hvort sem það er frá dómurum, fagfólki eða öðrum, það var því klárlega birta í skammdeginu að fá þessi verðlaun. Vænst þykir mér þó um þær viðtökur sem Bríó hefur fengið hjá neytendum sem endurspeglast þá fyrst og fremst í jákvæðu umtali og sölunni sem er langt umfram væntingar. Við áttum vissulega von á því að hægt væri að vekja áhuga á alvöru áfengislausum bjór á Íslandi og veðjuðum þess vegna á að verja tíma í þessa vegferð,“ segir Sturlaugur bruggmeistari. „Við fórum þá leið sem fyrr að gefa ekkert eftir í gæðakröfunum og vinna eingöngu með fyrsta flokks hráefni og vorum virkilega ánægð með niðurstöðu þróunarinnar. Það er hins vegar ljóst að mun meiri áhugi var til staðar nú þegar en við áttum von á og bjuggumst við alltaf við að fara mun rólegar af stað en raun ber vitni, svona á meðan fólk tæki vonandi hægt og rólega við sér í óáfenginu.“ Ákveðin misskilningur varð til þess að áfengislaus Bríó var partur af Brewski Awards í ár. „Aðstandendur keppninnar höfðu samband við okkur og óskuðu eftir þátttöku einhvern tímann í sumar. Við könnumst við skemmtilegan bruggara í Helsingborg í Svíþjóð sem bruggar einmitt bjóra undir nafninu Brewski og án þess að kynna okkur þetta sérstaklega þá ályktuðum við að þessi keppni væri tengd honum. Í kjölfarið að fyrstu lögun af Bríó áfengislausum fáum við svo tölvupóst frá þeim þar sem verið er að ýta á eftir okkur með þátttöku og við ákváðum því að slá til en senda þeim eingöngu hinn nýja áfengislausa Bríó. Við áttum okkur svo á heimilisfanginu þegar við erum að senda þeim bjórinn að þessi keppni kemur Brewski í Svíþjóð sennilega ekkert við heldur er um alþjóðlega keppni í Ameríku að ræða. En gaman sem áður segir að þau fíluðu bjórinn,” segir Sturlaugur léttur.
Áfengi og tóbak Mest lesið Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Fresta tökum á Love Island All Stars Lífið Finnur fyrsti óperustjórinn Lífið Bob Weir látinn Lífið Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Lífið Magnús Eiríksson er látinn Lífið „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Tónlist Fleiri fréttir Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Gugga fer yfir eineltið, frægðina og eftirpartýið með Drake Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Hvað vildu Íslendingar vita á árinu 2025? Sjá meira