Írar boða umfangsmiklar tilslakanir í næstu viku Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. nóvember 2020 10:13 Á föstudaginn verður veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram nema boðið sé upp á heimsendingu eða að taka með. Getty/Artur Widak Írsk stjórnvöld hafa ákveðið að draga verulega úr aðgerðum vegna kórónuveirufaraldursins. Frá og með þriðjudegi í næstu viku má opna verslanir á nýjan leik, sem og hárgreiðslustofur, söfn og bókasöfn svo fátt eitt sé nefnt. Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember. Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira
Strangar aðgerðir hafa verið í gildi á Írlandi í næstum sex vikur. Útgöngubann hefur verið í gildi og svo gott sem allt hefur verið lokað fyrir utan skóla og menntastofnanir og þá hafa byggingaframkvæmdir haldið áfram. Frá 1. desember, sem er á þriðjudag, verður almenningi einnig heimilt að sækja kirkju eða aðrar trúarstofnanir og að spila golf og tennis að því er fram kemur í frétt BBC um afléttingu takmarkana. Áfram verða þó í gildi takmarkanir á landamærum en Írum er ekki ráðlagt að ferðast til útlanda að nauðsynjalausu. Þá taka gildi enn frekari tilslakanir á föstudaginn þegar veitingahúsum og börum, þar sem boðið er upp á mat, verður heimilt að hefja starfsemi á nýjan leik. Knæpur sem ekki selja mat verða hins vegar að vera lokaðar áfram. Það hefur verið rólegt yfir á götum Belfast undanfarnar vikur. Búist er við að reglur um ferðalög til Norður-Írlands verði endurskoðaðar þegar nær dregur jólum.Getty/Peter Morrison Írski landlæknirinn, Tony Holohan hefur varað ríkisstjórnina við því að þriðja bylgja faraldursins gæti orðið jafnvel enn banvænni en síðasta bylgjan. Jafnvel miðað við bjartsýnustu sviðsmyndir geti útbreiðsla veirunnar í janúar verið nógu mikil til að „hafa í för með sér raunverulega og umfangsmikla ógn gagnvart yfirstandandi baráttu um að standa vörð um almannaheilbrigði og viðkvæma hópa, heilbrigðis- og velferðarþjónustu og um menntakerfið,“ segir í bréfi Holohan til ríkisstjórnarinnar sem The Irish Times greinir frá. Þá varar Holohan og viðbragðsteymi írskra heilbrigðisyfirvalda sérstaklega við ferðalögum um landamæri. Samkvæmt áætlun stjórnvalda er gert ráð fyrir enn frekari tilslökunum frá 18. desember til 6. janúar en á því tímabili verður fólki heimilt að heimsækja fjölskyldu og vini. Í mesta lagi mega þó koma saman fjölskyldur og vinir af þremur heimilum í einu. Þá er gert ráð fyrir að stjórnvöld muni endurskoða reglur um ferðalög til Norður-Írlands þegar nær dregur 18. desember.
Írland Norður-Írland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Götulokanir vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Sjá meira